Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 93
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 4 93
Baldur Óskarsson ljóðskáld gaf í haust út Í vettling manns (Fámenna bóka-
félagið), safn af textum og textabrotum sem gætu verið úr dagbókum frá
ýmsum tímum eða kompum: „Minnispunktar – svipmyndir – smælki, raðað
útfrá því sjónarmiði að hafa enga reglu,“ segir hann. Þarna hittum við ýmsa
skrautlega samferðamenn Baldurs í stuttum frásögnum og athugasemdir eru
margar gullvægar. Til dæmis enda stuttar vangaveltur um ljóð á þessum fleygu
orðum:
Hvað er ljóð? – Það veit enginn maður, en við þekkjum það þegar við sjáum það
– sagði Stefán Hörður.
Ljóð er ljóð. (Bls. 72)
Frá Fámenna bókafélaginu koma líka smásögur eftir Magnús Baldursson sál-
fræðing, Dögum fóru og nóttum. Þetta eru átta sögur og sumar bera merki þess
að Magnús hefur dvalið í Asíulöndum, Indlandi, Tíbet og Kína.
Stórvirki haustsins er að sjálfsögðu útgáfa nýrrar Biblíuþýðingar, fyrstu
heildarþýðingar sem út kemur á íslensku í nærri heila öld. Þýtt var úr frum-
málunum, hebresku og grísku, og nú eru með hinar svonefndu Apókrýfu
bækur Gamla testamentisins. Nýja Biblían er prentuð á aðgengilegu letri í
tveimur litum með tímatali, orðaskýringum og yfirliti yfir mikilvæga ritning-
arstaði.
Tvö bindi komu í haust af ritröðinni Kirkjur Íslands, 9. og 10. bindi sem bæði
fjalla um friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi (Hið íslenska bókmennta-
félag í samvinnu við Þjóðminjasafn og fleiri). Þetta eru óhemju glæsilegar
bækur þar sem vandlega er lýst hverri kirkju fyrir sig að utan og innan með
fjölda ljósmynda, gamalla og nýrra, og skýringarteikninga. Fjöldi sérfræðinga
kemur að þessum bókum og skrifar hver um sitt svið. Útdráttur á ensku fylgir
hverjum kafla.
Tvö tímarit hafa borist; annað er Hrafnaþing, ársrit Kennaraháskóla Íslands
sem er helgað Jónasi Hallgrímssyni. Meðal þeirra sem hylla ástmöginn eru
Baldur Hafstað, Loftur Guttormsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Þórður
Helgason. Hitt er þýska menningarritið die horen, en 2. hefti ársins birtust sjö
ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur í þýðingu Dirk Gerdes. Hann er nýr þýð-
andi íslenskra bókmennta á þýsku, hefur meðal annars þýtt skáldsöguna
Galdur eftir Vilborgu Davíðsdóttur.
Upphaf leikársins
Leikárið byrjaði vel, einkum í Þjóðleikhúsinu þar sem Vesturport sýndi líka
Hamskiptin, leikverk samið upp úr skáldsögu Franz Kafka. Óhapp! Bjarna
Jónssonar í Kassanum er snögg og skörp sneiðmynd úr nútímanum sem Stefán
Jónsson stýrir af dæmigerðum krafti. Snilldarlegt er hvernig einkavettvangur
og opinber vettvangur lítillar sjónvarpsstöðvar rennur smám saman út í eitt
þangað til við getum ekki greint hvort atburðir gerast í alvöru í lífi persónanna