Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 96
96 TMM 2007 · 4
M y n d l i s t
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Myndlistarannálar
1. Hugsa sér frið
Fjölmiðlavænsti myndlistarviðburður þessa hausts var eflaust vígsla Frið-
arsúlu Yoko Ono í Viðey 9. október sl. Friðarsúlan er byggð á rúmlega fjörutíu
ára gamalli hugmynd myndlistarkonunnar um að gera vita úr ljósgeislum.
Hugmyndin er einföld en var á sínum tíma of tæknilega erfið úrlausnar til að
Ono gæti framkvæmt hana. Þótt listakonan hafi ekki ímyndað sér þá að hug-
myndin ætti eftir að verða að veruleika, trúði John Lennon á hana, og þótt ekki
sé nema af þeirri ástæðu er viðeigandi að tileinka honum verkið.
Í sjálfhverfu okkar Íslendinga í tengsum við vígslu súlunnar snerist umræð-
an um þetta venjulega: Hversu mikill hluti af þeirri athygli sem Friðarsúlan fær
kemur til með að beinast að okkur sjálfum? Víst er að hún var ekki nógu mikil
til að íslensk sveitastjórnarmál kæmust í heimsfréttirnar. Okkur hér þótti hins
vegar sjálfsagt að bregðast við með því að hæðast að verkinu – enda hættulegt
að taka listina of alvarlega. Ég skal alveg játa að Friðarsúlan lá einstaklega vel
við höggi þegar borgarstjórn Reykjavíkur splundrast aðeins nokkrum dögum
eftir að súlan var vígð og það út af málum er snerta fyrirtækið sem gerði kleift
að reisa hana. Friðarsúlan gæti því sýnst vera misheppnað verk og jafnvel fyr-
irboði slæmra tíðinda, að minnsta kosti fyrir suma. Þó mætti einnig líta svo á
að atburðarásin í borgarpólitíkinni aðra vikuna í október hafi minnt okkur
hressilega á að stærstu deilumál okkar tíma tengjast átökum um yfirráð yfir
orkulindum og í beinu framhaldi af því umhverfismálum. Ekki er það því
síður merkilegt að daginn eftir að borgarstjórn Reykjavíkur sprakk í loft upp
vegna deilna um eignarhlut í orkufyrirtækjum var tilkynnt að Friðarverðlaun
Nóbels í ár féllu umhverfisverndarsinnum í skaut. Í því samhengi má ekki
gleyma að ástæða þess að Yoko Ono valdi Friðarsúlunni stað á Íslandi tengist
nýtingu okkar á lítt mengandi orkugjöfum landsins.
Sviptingarnar í borgarpólitíkinni í kjölfar deilna um orkuveitu borgarinnar
á sama tíma og kveikt var á Friðarsúlunni ætti í rauninni að beina athygli
okkar að þeirri staðreynd að Friðarsúlan kveikir ekki frið, heldur er henni
ætlað að minna á að friður er ekki sjálfgefið ástand sem skapast fyrirhafn-
arlaust. Þýðing Þórarins Eldjárns á orðunum Imagine Peace, „hugsa sér frið“,
fangar hugsun sem er í anda „gerðu-það-sjálfur“ verka Yoko Ono. Með þau í