Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Qupperneq 98
98 TMM 2007 · 4
M y n d l i s t
ið í þessu svartnætti var örlítill ljósgeisli, nánar til tekið einn lítill punktur í
loftinu sem virtist á sífelldri hreyfingu. Úr hinum enda rýmisins, sem ekki var
hægt að geta sér til hvað væri stórt, barst suðandi hljóð úr hátölurum. Líkt og
samviskusömum sýningargesti sæmir fikraði ég mig hikandi inn í rýmið, í
algjöru niðamyrkri, með ekkert til að halda mér í, ekkert til að miða við, til að
sjá ekkert. Nema þennan ljóspunkt sem virtist sífellt færast úr stað. Satt að
segja var tilfinningin alveg mögnuð.
Eftir að hafa gengið nokkur skref inn í salinn tapaði ég gersamlega áttum og
vissi ekki lengur hvað sneri fram og hvað aftur. Það greip mig skelfing, mér leið
eins og ég myndi aldrei, aldrei í lífinu komast aftur út og langaði mest til að
hrópa: getur ekki einhver kveikt ljósið! Um leið og hugsunin fór um hugann
gerði ég mér grein fyrir hversu fáránleg hún var. Verkið snerist ekki um það að
kveikja ljós heldur að vera í myrkrinu. Það næsta sem mér datt í hug var að
bölva sjálfri mér fyrir að hafa komið mér í þessar aðstæður og listamanninum
fyrir að hafa tekið mig í gíslingu. Mér leið nefnilega eins og ég myndi þurfa að
ráfa þarna um líkt og grafarlaus vofa það sem eftir væri kvölds í övæntingar-
fullri leit að útgönguleið.
Þegar ég hafði áttað mig á hversu hrikalega óþægilega tilfinningu það vakti
að vera þarna inni ákvað ég að snúa við og fara aftur út. En ég var jafn áttavillt
og fjallgöngumaður í þoku sem heldur að hann sé að ganga beint af augum en
gengur í rauninni á ská. Svo þegar ég sneri mér í þá átt sem ég hélt að lægi út,
sá ég ekki lengur ljósröndina undir tjaldinu við dyrnar, sem listamaðurinn
hafði verið svo vinsamlegur að skilja eftir handa gestum svo þeir hefðu eitt-
hvað að halda sér í. Við mér blasti eintómt myrkur. En ég hélt ennþá að ég væri
á leið í rétta átt, ljósið undan tjaldinu hefði aðeins horfið tímabundið. Það var
ekki fyrr en ég rakst næstum því á hátalara sem mér hætti að lítast á blikuna
en áttaði mig jafnframt á því að ég yrði að sætta mig við að þurfa kannski að
vera þarna inni heldur lengur en ég hafði hugsað mér. Svona hlýtur þeim að
líða sem eru settir inn í myrkvaða fangaklefa og látnir dúsa þar í einangrun,
hugsaði ég: skelfilega. Eina leiðin til að láta ekki skelfinguna ná tökum á sér í
svona aðstæðum er að sækja rödd skynseminnar. Ég vissi þó að minnsta kosti
hvar ég var, og þó ég þyrfti að ráfa þarna um í dágóða stund þá myndi ég vænt-
anlega komast út að lokum.
Þarna í enda salarins var ég líka komin að vegg sem ég gæti þreifað mig eftir
og fylgt ef ég gætti þess vandlega að sleppa honum ekki. Að halda sér í vegg í
myrki er ákveðin kúnst, en þarna var ekki um annað að ræða en reyna: Ganga
meðfram veggnum án þess að sleppa þangað til ég kæmi aftur að dyrunum.
Þetta gerði ég og þannig komst ég á endanum út aftur. Ég varð steinhissa þegar
ég sá loksins ljósið undir tjaldinu fyrir dyrunum, það var á allt öðrum stað en
ég hafði búist við, en ég þorði samt ekki að sleppa veggnum fyrr en ég var
komin alveg að því.
Það merkilega við þetta var, að á meðan ég var í myrkrinu heyrði ég í öðru
fólki sem eflaust heyrði í mér, en það sagði enginn neitt. Það þögðu allir eins
og þeir áttuðu sig á að það myndi eyðileggja upplifunina, skelfinguna, hræðsl-