Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 99
TMM 2007 · 4 99
M y n d l i s t
una og tilfinninguna fyrir tóminu að segja eitthvað. Eiginlega var það svindl
að leita að veggjunum og þræða sig út eftir þeim, því Mið er um myrkur og
áhrif þess á skynjunina. Ég átti að taka mið af ljósinu til að rata út, en ég var
sannfærð um að ef ég myndi reyna að rata út án haldfasts stuðnings kæmist ég
aldrei aldrei út aftur. Manneskja sem er vön að geta stuðst við sjónina glatar
rýmisskyni og áttum í niðamyrkri. Í staðinn upplifir hún hyldýpi og tóm.
Við þekkjum þetta úr skammdeginu þegar myrkrið leggst á sálina og vefur
hana hjúp. Eins og myrkrið í innsetningunni Mið hefur áhrif á rýmisskynið
ýtir myrkur skammdegisins undir óstöðugleika líkama og sálar. Það er ekki að
ástæðulausu sem þunglyndi er kennt við sálarmyrkur og stundum uppnefnt
svartagall. Myrkrið sýgur til sín allt ljós og gleypir alla orku. Það er andstæða
birtu, víðsýni og visku. Myrkrið byrgir sýn og felur það sem í dagsbirtunni er
deginum ljósara. Það hylur og er tákn hyldýpis hins botnlausa falls, hins
ósýnilega djúps, án endimarka. En fjallar verk Darra Lorenzen um vonleysi og
hyldýpi sálarinnar? Var það ekki fyrst og fremst leikur að skynjun sýning-
argestsins til að kalla fram hroll og kippa undan honum öryggistilfinning-
unni? Þetta var vissulega rússíbanareið inn í öryggisleysi myrkursins en þegar
áhorfandinn hefur verið sviptur sjóninni er honum um leið gert að horfa inn á
við og takast á við óöryggið innra með sjálfum sér.
3. Sjónlistir
Það er mikið rætt innan myndlistargeirans um bága stöðu myndlistarinnar í
menningarumræðunni. Þetta endurspeglast meðal annars í því að Sjónlista-
orðurnar sem veittar voru í annað sinn á Akureyri þriðju helgina í september
hafa ekki vakið nein opinber viðbrögð. Markmiðið með því að tilnefna mynd-
listarmenn og hönnuði til Íslensku sjónlistaverðlaunanna er þó ekki síst að
vekja umræðu. Einu gagnrýnu viðbrögðin við Sjónlist í haust sem ég rakst á var
grein Hlyns Helgasonar á vefsíðunni www.fugl.is sem ber yfirskriftina „Sjón-
list er ekki til“. – Sjónlist ætti hér að vísu að vera í fleirtölu því þótt viðburð-
urinn sjálfur heitir Sjónlist eru þetta sjónlistaverðlaunin.
Markmið Hlyns með greininni er að benda á að hönnun og arkitektúr séu
ekki sjónrænir „miðlar“ (hér á höfundurinn líklega við „listgreinar“) heldur
líkamlegir. Það er vissulega hægt að taka undir þetta og fleira sem Hlynur
segir, þó get ég ekki annað en bent á að þegar ég horfi út um skrifstofugluggann
minn á stóru blokkirnar rísa í Skuggahverfinu þá finnst mér arkitektúr svo
sannarlega snúast um sjón og myndir. Sá sem er inni í blokkinni skynjar hana
örugglega sem rými, en sá sem stendur fyrir utan skynjar húsið alveg örugglega
líka sem mynd í rými. Höggmynd í borgarumhverfinu.
Skuggablokkirnar kljúfa sjóndeildarhring minn, reisa múr og byrgja mér
sýn út á sjóinn. Í stað þess að sjá út í Örfirisey, til Akraness og stundum út á
Snæfellsnes, sé ég gráan vegg, sem hækkar með hverjum deginum. Ég get
vissulega tekið undir að þessi veggur hefur áhrif á það rými sem ég skynja út
um gluggann minn en ég kemst ekki heldur hjá því að horfa. Og það leiðir hug-