Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 100
100 TMM 2007 · 4
M y n d l i s t
ann að málaflokki sem er nátengdur arkitektúr, en það eru skipulagsmál.
Skipulagsmál eru „sjónlistamál“ í þeim skilningi að þau eiga að fjalla um það
hvernig borgarbúar upplifa borgarrýmið, hvernig þeir skynja líkamann í borg-
inni og hvernig þeir skynja rýmið sjónrænt, það er að segja á hvað þeir horfa.
Húsin í bænum eru alveg jafnmikill hluti af því hvernig við upplifum borgina
og rýmið sem þau mynda með götum og gangstéttum, stígum og strætum.
Þetta tvennt spilar óhjákvæmilega saman.
Það má sannarlega gagnrýna þá ákvörðun þeirra sem töldu ástæðu til að
sameina myndlist, hönnun í öllum sínum margbreytilegu myndum og bygg-
ingarlist undir einn sjónlistahatt og segja að „sjónlistir“ gefi skakka mynd af
því sem listamenn og hönnuðir eru að fást við. En það má líka réttlæta þessa
ákvörðun og segja að þessi hattur bjóði einmitt upp á fjörugar umræður sem
geta til dæmis snúist um samband rýmisskynjunar líkamans og sjónrænna
þátta í upplifun okkar á daglegu umhverfi, hvort sem það er í formi lista, hönn-
unar eða bygginga.
4. Umræðan
Skortur á umræðu um myndlist var reyndar orðinn svo knýjandi að í byrjun
október komu samtímis út tvö tímarit sem fjalla eingöngu um myndlist. Fyrra
tímaritið heitir Artímarit og er gefið út af Artímu, nemendafélagi listfræði-
nema við Háskóla Íslands. Þótt meginuppistaðan í ritinu séu ritgerðir nemenda
eru umfjöllunarefnin nokkuð fjölbreytt og lesturinn áhugaverður. Eitt það
athyglisverðasta við greinarnar fyrir mig sem fagurfræðing var þó að uppgötva
hve fagurfræðin virðist höfða sterkt til nemenda. Þótt svo virðist við nánari
athugun sem oftar sé um stakar tilvitnanir af netinu að ræða en eigin rann-
sóknir þá er alveg óhætt að mæla með grein Dags Kára Óskarssonar um
„Francis Bacon í túlkun Deleuze“. Hér er sannarlega ekki ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur, og árangurinn er góður. Þá hefur ritnefndin greinilega
lagt á sig þónokkra vinnu við útlitshönnun og efnisval blaðsins svo það er alveg
óhætt að mæla með því við almenna lesendur og áhugafólk um myndlist.
Hitt tímaritið heitir Sjónauki og er afar metnaðarfullt, ritstýrt af myndlistar-
konunum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal, sem líklega verður
búin að opna sýningu í D-sal Hafnarhússins þegar þetta birtist. Efni fyrsta
heftis Sjónauka tengist þemanu listastofnanir, sem íslenskir og erlendir greina-
höfundar nálgast frá mörgum og ólíkum sjónarhornum. Það er kannski að
bera í bakkafullan lækinn að velja aftur að vitna í Hlyn Helgason, en þær
spurningar sem hann spyr í grein sem fjallar um möguleika opinberra lista-
safna á Íslandi til að taka á móti sýningum erlendra stórstjarna í myndlistar-
heiminum ætti að vekja upp umræður um hvort ekki sé kominn tími til að
endurskoða rekstrarfyrirkomulag bæði Listasafns Reykjavíkur og Listasafns
Íslands.
Það er ekki hægt að skilja listasöfnin eftir þegar almenn velmegun ríkir í
landinu og áhugi á myndlist fer sívaxandi. Stjórnmálamenn ættu ekki að kom-