Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 102
102 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
Guðmundur Andri Thorsson
Orkuveitan og hin heilbrigða
óskynsemi
Sigurður Pálsson: Ljóðorkusvið. JPV útgáfa 2006
Árið 2003 lauk Sigurður Pálsson við sinn mikla ljóða-sveig sem gerður er af tólf
ljóðabókum en þeim svo aftur skipt niður í fjóra þriggja bóka bálka þar sem
ljóðin hverfast um vegi, nám(ur), línur og tíma …
Hvað gera menn eftir slíkt stórvirki? Yrkja þrettándu bókina. Halda áfram
að vaxa – bæta við nýjum árhring.
Ljóð Sigurðar Pálssonar eru bundið mál. Hann hefur löngum verið form-
festunnar skáld og niðurskipan efnisins hjá honum vitnar ævinlega um alúð og
umhugsun. En þótt hann hafi sýnilega yndi af því að búa til kerfi í bókum
sínum þá er þar hvert ljóð – eiginlega hvert orð – algjör nýsmíði – þrungið
sköpunarkrafti. „Óbreytanleiki síbreytileikans“ einkennir ljóðagerð Sigurðar
en fyrir þann margslungna eiginleika er sjálft Tunglið lofsungið í einu af
ávarpsljóðum Sigurðar í bókinni: alltaf nýtt og aldrei nýtt.
Margt í síðustu ljóðabók Sigurðar kemur þannig lesendum hans kunnuglega
fyrir sjónir. Bókin endar til dæmis á furðulegum og fagnaðarríkum prósaljóð-
um eins og sumar hinar fyrri hafa gert. Og strax í öðru ljóði bókarinnar hittum
við fyrir dúfur en þennan forsmáða borgarfugl hefur Sigurður áður hyllt eft-
irminnilega, gott ef dúfurnar eru ekki á góðum degi fulltrúar sjálfs ljóðsins.
Sjálfur titillinn – Ljóðorkusvið – er líka byggður upp samkvæmt „tólfstafaað-
ferðinni“ gamalkunnu sem gefur okkur einmitt tilfinningu fyrir samhengi í
höfundarverkinu – nýjum árhring. Og sem löngum fyrr leikur hann sér með
tölur, enda segist hann í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur vera „stærðfræðingur
– án stærðfræði“ og haldinn „númerólógískri stærðfræðiþráhyggju“ (TMM
2006, 2, bls. 18). Hér virðist talan sjö í hávegum höfð – eins og reyndar í bók-
inni Ljóðlínudans – summan af þremur og fjórum, tölunum sem gjörvallur
Ljóða-bálkurinn byggðist á. Bókin skiptist í sjö kafla og sjö ljóð eru í hverjum
þeirra. Sjö er tala Venusar – og henni fylgir ókyrrð samkvæmt stjörnuspekinni,
sem Sigurður hefur jafnan haft til hliðsjónar í ljóðagerð sinni.
Síðasta bók „Ljóða-ljóðanna“, Ljóðtímavagn, endar á kafla sem ber heitið
Miðnætti og í fyrsta ljóðinu í þeim kafla, Fullu tungli, kveður skáldið þann