Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Qupperneq 107
TMM 2007 · 4 107
B ó k m e n n t i r
komið út á sama árinu. Verkið er eftir Fjodor Dostojevskí og þýðendurnir eru
Arnór Hannibalsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Verkið heitir í þýðingu Arn-
órs Hinir óðu en Djöflarnir í þýðingu Ingibjargar. Sögumaður rekur mikla og
heita umræðu sem fram fer í bænum um það hvort þýðingar eigi að vera
„trúar“ frumtextanum og ljótar eða „ótrúar“ og fagrar í sjálfum sér. Margir eru
að bera saman þýðingarnar tvær á götum úti og þó allir hylli hina fögru þýð-
ingu Ingibjargar opinberlega telja margir hina hráu (en ljótu?) þýðingu Arnórs
vera nær frumtextanum. Hvort nokkur viðmælendanna er læs á rússnesku og
hefur borið þýðingar og frumtexta saman eða lesið þýðingarnar yfirleitt kemur
ekki fram, enda einkennist þessi samræða eins og svo margar aðrar í bókinni
af því að menn hafa mun meiri skemmtun af því að tala um bókmenntir en lesa
þær. Og hvernig á annað að vera? Nánast allar bækur sem út koma hérlendis
eru kynntar í stórum viðtölum og auglýstar og ræddar og verða innan tveggja
vikna hinar „þegar lesnu bækur.“
E. hefur tekið sér ólaunað leyfi frá útvarpinu til að þýða skáldsöguna Hin
föla hönd eilífðarinnar eftir stórskáldið Manuel Miguet. En hann trúir ekki á
nákvæmar þýðingar og byrjar að breyta frumtextanum og bæta hann æ meira
og hyggst gefa hann út undir eigin nafni. Þetta finnst honum meinsnjallt hjá
sér og sérdeilis nýskapandi. Því allar þýðingar eru í raun túlkun og hvers er
túlkunin? Þýðandans. Hvers er nýi textinn? Þýðandans. Hver er þá höfund-
urinn? Þýðandinn. Í raun er það nákvæmlega þetta sem handritsþjófurinn,
öðru nafni „þýðandinn“ eða „lyfjarisinn“ (af því að E. sýnist hann vera skakk-
ur í partýinu þar sem þeir hittast fyrst) eða „hávaxni fræðimaðurinn“ eða
„körfuboltamaðurinn“ eða „perfecto grande“, gerir við handrit E. sjálfs. Hann
tekur það ófrjálsri hendi, breytir og bætir frumtextann og gefur út undir eigin
nafni. Því hver á texta ef út í það er farið? Hver á þá sjálfsmynd sem í honum
birtist?
Sjálfsaga
Textinn í Undir himninum er fullur af bæði lærðum og skemmtilegum vís-
unum í bókmenntir, tónlist og talað orð, samræður á kaffihúsum og útvarpið
en allir dagar eru útvarpsdagar hjá sögumanni. Ein dásamlegasta birting-
armynd þess er kafli sem segir frá hrifningu E. á þættinum Kvöldgestum á Rás
eitt. Það sem heillar hann er bæði form og efni þáttanna; helgisiðirnir, nándin,
trúnaðurinn, tilfinning um að sá sem spyr sé fullur af áhuga og sá sem svari
hafi lifað innihaldsríku lífi með ákveðnu orsakasamhengi og gefinni merk-
ingu. Um leið verður þessi hlustun E. að leyndri og „pervert“ sælu: „Á manna-
mótum mátti ég passa mig. Fólk á mínu reki hlustaði ekki á þáttinn Kvöldgesti
… Menn ráku upp stór augu eins og ég væri viðrini, alltaf einn heima á föstu-
dagskvöldum, einhleypur, þrjátíu og fimm ára gamall maðurinn, að hlusta á
Ríkisútvarpið. Líf mitt þótti ekki beinlínis spennandi, enginn sirkus, enginn
hoppukastali, ekkert trampólín. Ég hlaut að vera einmana, fljótlegur réttur, og
kannski var það rétt.“ (s. 65) Hinir elskuðu Kvöldgestir eru í raun „þegar heyrð-