Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 111
TMM 2007 · 4 111
B ó k m e n n t i r
bara snúast um súlurit, kennitölur, ársfjórðungsuppgjör og annað í þeim dúr.
Því má bæta við að samfélagsleg skírskotun bókarinnar er þó nokkur, ljóðmæl-
andi kemur víða við, virðir fyrir sér ólíkar hliðar mannlífsins og það hefur þau
jákvæðu áhrif að drepa á dreif meginþemanu, baráttunni við sjúkdóminn. En
rótleysið er sínálægt. Snemma í bókinni, í ljóðinu Hverju trúir heilinn? fá les-
endur ógnvekjandi dæmi um algjöra hughyggju, solipsisma, þar sem ljóðmæl-
andi dregur allt í efa og virðist upplifa sig fullkomlega sem þorsk á þurru landi.
„Af hverju ratar hugur minn/ekki heim?“ spyr hann (bls. 16). Þetta firring-
arþema er þróað áfram og nær hámarki í fimmta og síðasta hluta bókarinnar,
sem er reyndar áberandi sterkastur og hvert ljóðið þar öðru betra. Ungling-
urinn í rauða sloppnum, Fíkn mín er fráskilin kona, Sýnir, Fjallræðan, þetta
eru allt stórgóð ljóð. Þar eru líka Tunglsjúkar nætur sem tjá firringu ljóðmæl-
andans svona (111):
Af því að klukkan var þetta…
Af því að veðrið var svona…
Aðeins þannig passa ég í heiminn
eins og föt af manni
sem ég þekki ekki neitt.
Ég veit ekki hvernig þau fara mér,
hvort þau eru of lítil
eða of stór
en séu þau af manninum þínum
þá ert þú konan mín
og segir honum það ef hann hringir
Í fimmta hluta er einnig ljóðið Baudelaire, sem vísar til hins alræmda prósa-
ljóðs Enivrez-vous eftir franska meistarann: ölvið ykkur á víni, skáldskap eða
dyggðum. Ljóðmælandi Einars á bara skáldskapinn og dyggðirnar eftir. En
fyrst minnst er á Baudelaire á annað borð þá má ef til vill finna hliðstæðu milli
verka hans og þeirrar bókar sem hér er til umfjöllunar: tveggja heima sýnin,
annars vegar Spleen (djúpt þunglyndi) og hins vegar Idéal, skugginn og birtan
sem ljóðmælendur í verkum beggja skálda hrökklast á milli.
Ef til vill mætti ganga lengra en að kalla það hliðstæðu og segja að um hreina
og klára póst-móderníska endurvinnslu sé að ræða; að draugur Baudelaire sé
dreginn fram og endurnýttur. Einar Már hefur áður verið kallaður póst-mód-
ernískur höfundur, til dæmis í grein Jóns Yngva Jóhannssonar, Upphaf íslensks
póstmódernisma (Kynlegir kvistir, 1999). Að auki mætti kannski segja að hann
endurvinni gamlan súrrealisma þar sem myndmál hans er oft beinlínis súr-
realískt: „Ég veit ekki hvort ég er/með pípuhatt á höfðinu/en pokarnir undir
augunum/eru fullir af einskisnýtum kartöflum“ stendur í ljóðinu Í anda
raunsæisstefnunnar. Einnig kemur súrrealisminn að góðum notum þegar