Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 120
120 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
gerði ég hann að sérstökum aðstoðarmanni mínum við rannsóknina á Landi
hinna týndu sokka (2006). Þar tók á móti okkur hlýlegur sögumaður sem vék
ekki frá okkur, hvert sem förinni var heitið.
Marta smarta er sérlega jarðbundin persóna og dvelst að mestu í raunveru-
leikanum, en í nýju bókinni hættir höfundur sér lengra en fyrr, inn í áður
ókannaða veröld. Sjálfur titillinn er áhugaverður. Hver hefur ekki velt fyrir sér
hvers vegna stakir sokkar hrúgast upp í öllum sokkaskúffum. Sokkar sem
verða ekki paraðir saman við neinn annan því týndi sokkurinn finnst aldrei
aftur, alla vega ekki fyrr en maður er búinn að henda sokknum sem týndist
ekki, þá er allt eins líklegt að sá týndi komi í ljós. Í ljós kemur að Land hinna
týndu sokkar er staður þar sem allt sem týnist í okkar heimi lendir og lifnar
við.
Aðalpersónan í bókinni er átta ára strákur sem heitir Þorgeir. Hann býr með
mömmu sinni og bróður á Seltjarnarnesi og í nágrenninu á hann líka kapps-
fulla ömmu sem er áhrifavaldur í sögunni. En mikilvægustu aukapersónurnar
eru þó leikfangaapinn hans Þorgeirs sem týnist einmitt og fær líf, grár ull-
arsokkur sem vingast við hann í „Landinu“ og Ársæll sem er stór gulur hund-
ur sem mamma Þorgeirs týndi fyrir 18 árum.
Undirtexti bókarinnar fjallar um þrá og söknuð, ást og hræðslu við að missa
þá og það sem maður elskar mest. Mamma Þorgeirs átti hund þegar hún var
átta ára eins og Þorgeir. Sá hundur týndist og við það týndi mamma Þorgeirs
hluta af sjálfri sér. Þrátt fyrir að bæði hún og Þorgeir þrái að eignast hund má
mamman ekki til þess hugsa að tapa öðrum hundi. Og eins og átta ára krökk-
um er tamt finnst Þorgeiri ósanngjarnt að fá ekki hund bara af því að mamma
hans týndi sínum. Þegar hann uppgötvar Land hinna týndu sokka, þar sem
ekki aðeins týndir sokkar daga uppi heldur allt sem við týnum, reynir hann að
finna hundinn Ársæl svo mamma hans öðlist sálarfrið. Þá upphefst feluleikur
innan fjölskyldunnar, því ekki getur Þorgeir sagt frá þessari ótrúlegu uppgötv-
un sinni.
Þorgeir gerir ítrekaðar tilraunir til að týna sjálfum sér og mömmu sinni, því
aðeins þannig fær maður inngöngu inn í „Landið“, allt svo mamma fái Ársæl
aftur. Í ljós kemur að Ísak, stóri bróðir Þorgeirs (og fyrrverandi eigandi gráa
ullarsokksins) á sér líka leyndarmál. Hann þolir ekki íþróttir en mamma hans
og einkum amma, hafa att honum út í hverja keppnisgreinina á fætur annarri
svo hann hefur ekki haft undan að gera sér upp meiðsli til að losna. Og lausn
sögunnar felst í að allir eru hreinskilnir og hver og einn fær að vera eins og
hann er skapaður.
Sem fullorðnum lesanda fannst mér að það hefði mátt kafa örlítið dýpra í
persónu mömmunnar. Hún virðist ekkert sérlega þjökuð af þrá eftir Ársæli
þannig að breytingin við lausn sögunnar er ekki önnur en að hún er tilbúin að
fá sér hund að nýju. Ég er hins vegar ekki viss um að hinn sérstaki aðstoð-
armaður minn hefði haft mikinn áhuga á sálarlífi konunnar. Hann var upp-
teknari af ævintýrum Þorgeirs og hinum dulda heimi, auk þess sem hann hafði
ákaflega gaman af orðaleikjum í textanum og skondinni sýn sögumanns.