Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 121
TMM 2007 · 4 121
B ó k m e n n t i r
En hvað er Land hinna týndu sokka? Það er ekki alveg ljóst af lestri bók-
arinnar en virðist vera eins konar hliðarheimur sem leggst eins og glæra yfir
veröldina okkar. Eftir að apinn kemst í gegn og hittir ullarsokkinn, þramma
þeir um í „Landinu“ en verða eftir í herbergi Þorgeirs þegar dagar. Þegar Þor-
geir hittir hundinn Ársæl og síðar mömmu sína úr fortíðinni í „Landinu“ fer
hann bara niður í fjöru sem hann er vanur að ganga. Eini munurinn er að nú
er hann „týndur“ því enginn veit hvert hann fór. Sjálfur upplifir hann sig ekki
í hættu. „Landið“ virðist því vera staður þar sem fortíðin rennur saman við
nútíðina og það sem áður hefur glatast á sér samastað. Auðveldasta leiðin inn í
„Landið“ fyrir sokka og litla leikfangaapa er í gegnum ryksuguna en Þorgeir er
of stór. Því finnst honum vænlegast að „týnast“ í Kringlunni og fara svo niður
í fjöru þar sem hann hittir hund sem gæti verið Ársæll. Hversdagsleg fjaran úti
við Gróttu verður að töfrastað:
„Þetta er eins og að vera á heimsenda,“ sagði Ísak einu sinni þegar þau horfðu út á
renninginn þar sem hafið mætir himninum. Síðan hefur Þorgeiri fundist það líka.
(71)
En ævintýraheimurinn teygir einnig anga sína inn á heimilið:
„Nei, nei, nei,“ segir ullarsokkurinn. „Okkur hefur tekist að fara huldu höfði án
þess að nokkurn hér á heimilinu gruni að við séum til. Ef strákurinn vaknar allt í
einu við hliðina á apanum sem hann skildi eftir á ofninum fer hann að gruna eitt-
hvað. Og sér í lagi ef það vantar á hann skott. Það gengur ekki. Við sitjum uppi með
þennan apa.“ (32)
Sú hugmynd að í bland við okkar veröld sé annar hulduheimur sem við sjáum
ekki er ekki ný af nálinni, þvert á móti er hún sígild. Álfa og huldufólk þekkj-
um við úr þjóðsögum og í nýrri sögum lifna leikföng og jafnvel brauðristar við
þegar við sjáum ekki til og lifa býsna innihaldsríku lífi.
Stíll sögunnar er blátt áfram og allt að því súrrealískur, þar sem sagt er á
ofurraunsæjan hátt frá ótrúlegum atburðum án skýringa. Þorgeir verður til
dæmis ekkert sérstaklega hissa þegar leikfangaapinn hans fær mál. Óvæntar
tengingar, skoðanir og skýringar birtast oft í aukasetningum og skapa íróníu
sem fer örugglega fyrir ofan garð og neðan hjá allra yngstu lesendunum en
skemmta fullorðnum lesenda. Þessi ofurraunsæislegi stíll, þar sem sagt er frá
óvenjulegum atburðum á hversdagslegan hátt minnir mig á bækurnar um
Múmínálfa Tove Jansson, auk þess sem heiti kaflanna er stutt lýsing á því sem
gerist, líkt og í múmínbókunum.
Myndir gerði Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir og eru þær að því er
virðist að mestu tölvuunnar. Þegar best lætur er sjónarhornið skemmtilegt,
myndirnar glettnar og fylgja sögunni vel eftir. Þær eru þó ekki gallalausar. Þær
eru allar birtar svarthvítar en notkun grátónaskalans er með þeim hætti að mig
grunar að þær hafi verið unnar í lit. Bleikir deplar á kinnum Þorgeirs á kápu