Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 128
128 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
Davíð Stefánsson
Að ferðast án meðvitundar
Stefán Máni: Skipið. JPV útgáfa 2006.
Skáldsagan Skipið eftir Stefán Mána kom út um jólin 2006 og vakti strax mikla
athygli. Gagnrýnendur voru flestir hrifnir og lesendur (að minnsta kosti kaup-
endur bóka) voru það líka – bókin seldist í bílförmum og skipshlössum og gerir
það enn, ári síðar, enda nýtt líf hlaupið í söluna með kiljuútgáfu, væntanlegri
kvikmyndun og afhendingu Blóðdropans, Íslensku glæpasagnaverðlaunanna, í
september 2007. Skipið var gjarnan talin aðgengilegasta bók Stefáns Mána, því
þótt skáldsagan Svartur á leik (2004) hafi notið nokkurrar hylli var efni henn-
ar – undirheimar Reykjavíkur – kannski of sértækt til að ná almennum vin-
sældum. Í Skipinu tekur Stefán Máni nokkuð væna beygju yfir í bókmennta-
grein reyfarans þar sem margir, ótrúlegir og ógnvænlegir atburðir gerast á
skömmum tíma.
Söguþráður Skipsins er í stuttu máli þessi: Fraktskipið Per se leggur frá landi
aðfaranótt hins 11. september 20011 á leið frá Grundartanga til Súrinam í
Suður-Ameríku. Um borð er níu manna áhöfn: Guðmundur Berndsen skip-
stjóri, Jón Sigurðsson „forseti“, Jóhann „risi“, Kyndarinn, Ási kokkur, Jónas
stýrimaður, Rúnar bátsmaður, Sæli háseti – og hinn óvænti meðlimur áhafn-
arinnar, Jón Karl Esrason, kallaður Kölski. Hann flýr undan ofbeldismönnum
um borð í skipið og fyrir röð tilviljana er hann tekinn fyrir Karl, mág Jónasar
(já, þetta hljómar soldið eins og sápuópera).
Allir um borð eru á einhvern hátt „sekir“: Kölski þessi er miskunnarlaus
ofbeldismaður, Jónas myrðir konu sína með köldu blóði fyrr sama kvöld, Jón
forseti er alkóhólisti og ofbeldismaður, Kyndarinn er djöfladýrkandi með
„helvíska kolamola“ fyrir augu (82), Ási kokkur er grunsamlega kvenlegur og
kammó. Jafnvel skipið sjálft er með óhreint mjöl í pokahorninu, eða mun hafa
það að minnsta kosti: tilgangur ferðarinnar er að sigla heim til Íslands með
báxít, efnið sem súrál og síðar ál er unnið úr.
Fimm skipverjanna hafa fengið veður af uppsögnum samninga og ákveða að
gera vopnaða uppreisn úti á ballarhafi til að knýja fram atvinnuöryggi sitt. En
Jónas stýrimaður, hinn nýbakaði morðingi, setur strik í reikninginn með því
að eyðileggja öll samskiptatæki skipsins. Skipið verður fyrir árás sjóræningja
þar sem fjórir skipverjar láta lífið og Kyndarinn hverfur, það rekur sífellt sunn-
ar í vonskuveðrum, suður yfir miðbaug og alla leið til Suðurskautslandsins þar
sem það strandar að lokum við ísbrynjuna rétt fyrir jól. Þar klífa á land tvö
tveggja manna teymi sem ákveða að fara sitthvora leiðina til björgunar: Guð-
mundur skipstjóri og Sæli háseti (fulltrúar kristinnar trúar og sakleysis) og Jón
Karl/Kölski og Jónas stýrimaður (fulltrúar djöflatrúar, haturs og grimmdar).