Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 130
130 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
sökkva inn í tóftirnar, munnurinn gapir og eitt andartak er ekkert líf að sjá í
náfölu andlitinu sem er lítið annað en skinnklædd hauskúpa. Hann er andvana,
orðinn að draugi eða uppvakningi, en aðeins þetta eina andartak. Síðan er eins
og ósýnileg hönd grípi um silfurþráð í dimmum draumi …“ (18).
Lýsingin á því að ferðast án meðvitundar kastar einnig ljósi að þriðja meg-
ineinkenni textans og jafnframt sterkustu hlið hans. Þar ræðir um hin ljóð-
rænu, súrrealísku og sefandi millispil þar sem höfundur stillir inn á ofgnótt-
argírinn í lýsingum á innri tilfinningum persónanna. Þar tekst honum lang-
best upp, textinn nær verulegum hæðum og til lesandans er miðlað ótal ólíkum
hughrifum á skömmum tíma: „„Ha!?“ segir Jónas stýrimaður og hrekkur upp
af suðandi vökudraumi þar sem marflær á stærð við silunga sprikla í svörtum
og blautum sandi sem fyllir á honum höfuðið og rennur eins og síróp neðan úr
augunum og ofan í biksvart kaffið.“ (90) Allur texti sem tengist Jóni Karli er
einstaklega vel yddaður og flæðandi, enda á persóna hans líkast til ákveðnar
rætur í undirheimabókinni Svartur á leik:
Önnur elding og allt verður hvítt. Um loftið svífur starandi, draugslegt andlit, síðan
myrkur og rymjandi þruma, skipið rís og hnígur, aldan brotnar og höggið bylgjast
aftur eftir skipinu og beinum mannanna og bergmálar í höfðinu á Jóni Karli sem
veltist um í rúminu, engist um af kvölum og smjattar á bólginni tungu í skraufþurr-
um munninum. (85)
Því miður á textinn líka sína öldudali. Hið ljóðræna textainnsæi höfundar
virðist einkum tapast þegar persónur tala saman á eðlilegum eða tilfinninga-
sömum nótum (eins og t.d. í fyrstu senu bókarinnar þar sem samræðurnar
minna helst á menntaskólaleikrit) eða þegar höfundur reynir að miðla stað-
reyndum um vélbúnað skipsins: „Allt sem við kemur vélum og eldsneyti er á
ábyrgð yfirvélstjóra, sem og raforkuframleiðsla og daglegur rekstur á gufu-
kyndingu og eimingartækjum, auk almenns viðhalds og viðgerða. (79)
Fleiri svona dæmi er að finna í bókinni, textabrot sem virðast vera klippt og
límd upp úr kennslubók í Stýrimannaskólanum. Svoleiðis vill maður einfald-
lega ekki fá á tilfinninguna við lestur og auðvelt hefði verið að gera bókina enn
skarpari með einum yfirlestri í viðbót, gagngert til að útrýma þessum vand-
ræðalegu augnablikum úr textanum.2 En slíkt tekur auðvitað tíma og oft er það
svo fyrir jólabókaflóðið að menn segja híf opp og kýlum á það.
Sagan hefur fleiri galla, en þeir eru litlir og maður fyrirgefur þá þegar líður
á bókina. Mætti helst nefna óþarfar klisjur (t.d. er Kyndarinn klisjukenndur
karakter, skipshundurinn heitir Skuggi og svo mætti áfram telja) og það hversu
óendanlega stórt plottið er; ótal hlutir þurfa að vera „einmitt svo“ til að allt fari
eins og það fer. Að því leytinu er sagan ótrúverðug – vanur sjómaður sagði mér
að skipið hefði aldrei getað orðið svona illa úti, að menn hefðu ýmis ráð til að
bjarga sér með allan fjarskiptabúnað niðri og að svona stórt skip gæti aldrei
horfið á þennan hátt án þess að menn tækju eftir. En er það ekki eðli reyfara
og spennumynda, svona ef maður skoðar það heiðarlega? Að minnsta kosti eru