Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 133
TMM 2007 · 4 133
B ó k m e n n t i r
Bakborðsmegin á sama þilfari er káeta yfirvélstjóra, næstæðsta manns um borð.
F-þilfar er á fimmtu hæð stýrishússins, ef miðað er við að B-þilfar sé jarðhæð
eða fyrsta hæð. Efst er brúin eða G-þilfar, þaðan sem útsýnið jafnast á við svalir
á háhýsi, en A-þilfar, svokallað efra þilfar, er neðanþilja.“ (76)
3 Það eiga sér engin bein átök stað á milli kristinnar trúar og djöflatrúar innan
bókarinnar, en allar vísanir í kristna trú eru fremur smánarlegar. T.d. er Jesús
útmálaður sem gargandi mávur (405) og hann birtist sem „lítill mælaborðs-Jesús
á niðurlímdum gormafæti [sem] vaggar til og frá með handleggina út og lófana
fram og starir gegnum glerið með svartmáluðum plastaugum.“ (139) Kristin trú
birtist sem innantóm og dauf trú, rétt eins og svartar perlur Jónasar eru farnar
að missa lit sinn (390). Djöflatrúin er hinsvegar sú sem heldur velli, þeir sem
halda sig þeim megin eru miklu fremur hetjur bókarinnar og þeir komast á
áfangastað.
4 Samkvæmt bókinni, það er að segja. Til að sannreyna trúverðugleika Skipsins
notaði ég auðvitað leitarvélina Google til að finna upplýsingar um Antark-
tíku – Suðurskautslandið. Og komst að því að á sumrin búa þarna um 4000
rannsóknaraðilar frá mörgum ólíkum löndum, en talan fer niður í 1000 manns á
veturna. Í bókinni rekur þá stefnulaust alla leið í Weddelhaf, sem er ‘aðalpleisið’,
ef svo má að orði komast. Þótt Suðurskautslandið sé risastórt (umtalsvert stærra
en Evrópa) má reikna með að fjarskipti hefðu numið neyðarsendingar frá skip-
inu á einhverjum tímapunkti?