Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 9
TMM 2008 · 1 9
Vo n l e n s k a n s e m f r a m ú r s t e f n a
Þar sem fastur rammi er kominn utan um vonlenskuna á tveimur
síðustu breiðskífum Sigur Rósar er greinilegt að ekki er ætlast til að við-
takendur túlki eða leggi skilning í sjálfan málleysutextann. Það yrði
nokkuð takmörkuð túlkun. Vonlenskan er staðgengill fyrir tækan texta,
sem byggist á persónubundinni túlkun hvers og eins. Einn þáttur hefur
áhrif á viðtökuna fyrir utan samspil vonlenskunnar og viðtakandans,
það er ímyndaheimurinn.
Ímyndaheimur Sigur Rósar
Með ímyndaheimi er átt við alla umgjörð listsköpunar Sigur Rósar, svo
sem þemu, tákn og boðskap. Verk hljómsveitarinnar einkennast gjarnan
af bernsku eða einhverju barnslegu og draga plötuumslög og tónlist-
armyndbönd fram bernskuþemað; myndir af börnum eru á öllum
umslögum breiðskífa Sigur Rósar til þessa. Vert er að taka fram að þegar
hér er talað um breiðskífu er átt við heildarverk sem er gefið út og ætlað
sem slíkt. Vonbrigði (1998) er til að mynda ekki breiðskífa samkvæmt
þeirri skilgreiningu. Á henni er safn laga sem eru endurunnin af öðrum
tónlistarmönnum, fyrir utan eitt lag sem er endurunnið af hljómsveit-
inni sjálfri. Sama má segja um nýjustu skífu hljómsveitarinnar, Hvarf/
Heim (2007), þar sem á henni er annars vegar blanda af nýjum lögum og
eldri lögum í nýjum búningi og hins vegar tónlistin úr heimildarmynd-
inni Heima (2007), safn eldri laga í órafmögnuðum búningi. Börn eru
framan á Von, Ágætis byrjun, „svigaplötunni“ og Takk ….
Tónlistarmyndböndin sýna bernskuþemað skýrt. Í myndbandinu við
„Svefn(g)engla“ leika reyndar þroskaheftir einstaklingar engla, en lík-
amstjáning, dans og leikir englanna eru bernskir.9 Varðandi bernskuna
má þess einnig geta að Sigur Rós dregur nafn sitt af litlu systur Jóns Þórs
sem fæddist daginn sem hljómsveitin var stofnuð. Þannig að allt frá því
að hljómsveitin gaf sér nafn hefur hún tengst bernskunni.10
Bernskan í ímyndaheimi og verkum Sigur Rósar hefur tvö meg-
inhlutverk. Annars vegar opna áhrif bernskunnar leið til að túlka von-
lenskuna; hins vegar birtist hún sem ádeila og andúð á ríkjandi ástandi.
Út frá venslum við bernskuna má líta svo á að vonlenskan sé eins konar
óspillt tungumál barna sem mætti líkja við barnahjal. Leið vonlensk-
unnar til andófs gegn þjóðfélagsástandi samtíma síns er þá sú að viðtak-
endur leiti aftur í barnið innra með sér. Ímyndaheimurinn er það eina
sem gefur í skyn hvert hlutverk vonlenskunnar er. Ennfremur er hann
leiðbeinandi fyrir viðtakendur.