Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 10
10 TMM 2008 · 1
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n
Túlkunarferli vonlensku
Áður hefur verið nefnt að vonlenskan sé staðgengill fyrir tækan texta.
Reyndar mætti líta svo á að vonlenskan sé milliliður milli ótæks texta
og tæks texta. Óneitanlega hefur framburður Jóns Þórs og einhæfur
orðaforði vonlenskunnar áhrif á upplifun viðtakenda á henni. Í upplif-
un sinni verður viðtakandinn aldrei fullkomlega laus við áhrif ótæks
texta vonlenskunnar, þó er vonlenskan staðgengill á þann hátt að í hvert
sinn sem viðtakandi hlýðir á lag á vonlensku endurtúlkar hann og skap-
ar nýjan tækan texta. Sú túlkun er persónubundin, háð hverjum og
einum viðtakanda, og hún er sterkari liður í túlkunarferlinu en milli-
liðaráhrif vonlenskunnar.
Eins og með allan skáldskap er túlkun háð hugarástandi viðtakanda
og félagslegu umhverfi hans. En vonlenskan gengur lengra. Áhrifavald-
ar eins og veður, árstíðir, ljós, myrkur, aldur, hungur, kynhvöt, menning
og stjórnarfar hafa meiri áhrif á túlkun og viðtökur á vonlensku en í
hefðbundnum skáldskap. Til einföldunar er áhrifavöldunum skipt í tvo
aðalflokka, frumhvatir og umhverfi.
Samkvæmt Sigmund Freud (1856–1939) liggur uppspretta frumhvat-
anna í dulvitund mannsins. Dulvitundin verður til í frumbernsku og
geymir bældar langanir, þrár og minningar sem maðurinn er ekki meðvit-
aður um. Hegðun hans stjórnast samt af þeim, því þær reyna sífellt að
brjótast upp á yfirborð meðvitundarinnar. En þjóðfélagið (umhverfið)
kennir okkur að hafa hemil á frumhvötunum, sérstaklega kynhvötinni.
Freud taldi að draumar og mismæli væru meðal birtingarmynda dulvit-
undarinnar. Í draumum losnar hugurinn úr höftum meðvitundarinnar og
fær að ganga frjáls um svið dulvitundarinnar sem birtist í táknum og
myndum draumanna.11 Mikilvægt er að líta til þess að tungumálið er hluti
af meðvitund mannsins og því afurð þjóðfélagsins sem sér um að bæla
frumhvatirnar. Hefðbundin notkun á tungumálinu nær ekki að skýra
dýpstu langanir og þrár mannsins, því það er ritskoðað af þjóðfélaginu.
Vonlenskan er handan við hefðbundið tungumál og leiðir hjá sér
reglur og siðaboð þjóðfélagsins. Hún hefur því greiðari aðgang að dul-
vitundinni en venjuleg tungumál og tækir textar, og frumhvatirnar
verða ráðandi í túlkunarferlinu. Sköpun viðtakenda á tækum texta úr
vonlenskunni fer þannig fram að fyrst hreinsar hún út hefðbundið og
ritskoðað tungumál þjóðfélagsins. Þar á eftir leitar viðtakandinn til
frumhvatanna, hann kemst nær dulvitundinni. Nú gefst viðtakand-
anum kostur á að fara frjálst með hið hefðbundna og ritskoðaða tungu-
mál, og umhverfið kemur þá fyrst til sögunnar þegar viðtakandinn