Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 11
TMM 2008 · 1 11
Vo n l e n s k a n s e m f r a m ú r s t e f n a
hefur leitað til dulvitundar og frumhvata. Viðtakandinn stígur þá aftur
inn í hefðbundna tungumálið en mótast í textasköpun sinni af dulvit-
und og frumhvötum.
Í hvert sinn sem viðtakandinn upplifir og skynjar verkið, vonlensk-
una og tónlistina sem heild, skapar hann tækan texta. Í stað þess að gefa
viðtakandanum merkingarbær orð upp í hendurnar gefur vonlenskan
honum færi á að vera beinn þátttakandi í merkingarsköpun textans.
Viðtakandinn fær fullt frelsi til þess að láta frumhvatir sínar flakka í
upplifun sinni á verkinu. Þetta frelsi gefst ekki á sama hátt með venju-
legum lestri á tækum textum. Upplifun á tækum texta er að sjálfsögðu
einnig mismunandi eftir aðstæðum, en þar er fleira sem þrengir að.
Merkingarbær orð, setningar og málfræði takmarka persónubundna
túlkunarmöguleika, og þær takmarkanir eru hluti af ritskoðun þjóð-
félagsins á tungumálinu. Hægt er að túlka ljóð með tækum texta á mis-
munandi hátt, en merking orðanna heldur sér. Ef orðið „tré“ kemur
fyrir í ljóði, þá er átt við fyrirbærið „tré“ í raunveruleikanum, þó svo
tréð sé myndlíking til dæmis fyrir konu. En í tilviki vonlenskunnar
koma myndirnar úr hugarheimi viðtakenda, þeir skapa tækan texta í
hvert sinn sem þeir njóta verksins. Umhverfisþættirnir koma þar á
eftir.
Kjarni málsins er að vonlenskan losar viðtakandann úr höftum hins
hefðbundna tungumáls, sem stjórnað er af þjóðfélaginu, og leiðir hann
nær dulvitund og frumhvötum. Í því ferli fer einnig fram afturhvarf til
bernskunnar. Túlkunarferli getur verið viðtakanda ómeðvitað: Sam-
kvæmt Freud hefur maðurinn enga meðvitaða stjórn á dulvitundinni og
frumhvötunum.12
Framúrstefna: Niðurrif, bylting, hvatning
Til að skáldskapur geti talist til framúrstefnu verður hann að bera þess
merki. Fræðimaðurinn Peter Bürger segir eftirfarandi um einkenni
framúrstefnu og framúrstefnuhreyfinga:
[…] [F]ramúrstefnuhreyfingarnar má skilgreina sem atlögu að stöðu listarinnar
innan borgaralegs þjóðfélags […] Framúrstefnumenn líta á aðgreiningu listar-
innar frá lífsháttum sem ríkjandi einkenni listsköpunar í borgaralegu þjóðfélagi
[…] Framúrstefnumenn ætla sér ekki að upphefja listina […] heldur leiða hana
inn í lífshættina, þar sem hún geti dafnað í breyttri mynd […] Aðeins sú list sem
greinir sig frá (spilltum) lífsháttum núverandi þjóðfélags, einnig hvað snertir
inntak einstakra verka, getur orðið að uppsprettu nýrra lífshátta.13