Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 15
TMM 2008 · 1 15
Vo n l e n s k a n s e m f r a m ú r s t e f n a
Samkvæmt þessu þarf maðurinn öðruvísi vitund, þar sem hrein sköpun
fer fram, einhver ósnert mið mannsins sem eru ekki spillt og sýkt af
fyrri hefð. Orð Breton um að maðurinn sé ennþá nýfætt barn má tengja
við bernskuþemað í ímyndaheimi Sigur Rósar, og „barnahjalið“ von-
lensku. Breton segir einnig: „Búi hann [maðurinn] enn yfir einhverri
skýrri hugsun getur hann ekki annað en snúið aftur til bernsku sinnar
[…]“.22 Að snúa aftur til bernsku sinnar er mikilvægur þáttur í þessu
sambandi. Með bernskuþemanu gefur Sigur Rós svigrúm fyrir ákveðna
túlkunarleið viðtakenda, og skapar um leið valmöguleika til upplifunar
á verkunum. Dada, súrrealismi og vonlenska eiga það sameiginlegt að
listsköpunin tengist bernskunni að mörgu leyti. En þessi sókn í bernsk-
una er á ólíkum þjóðfélagslegum forsendum.
Málleysutextar Dada, súrrealisma og vonlensku eiga það allir sam-
eiginlegt, að í þeim felst höfnun og andúð á venjubundinni notkun
tungumálsins, en á ólíkan hátt. Dada grundvallaðist á niðurrifi á tungu-
máli og menningu. Súrrealismi var bylting á rökhyggju, hefðbundnu
tungumáli og túlkunarheimi mannsins. Vonlenskan er hvatning til
nýrrar túlkunar og persónubundinnar notkunar á tungumálinu, þar
sem viðtakendur hennar eru einnig þátttakendur. Sem sagt, um er að
ræða þrenns konar viðbragð: Dada er niðurrif, súrrealismi er bylting og
vonlenska er hvatning.
Þessi flokkun byggist á félagslegum, sögulegum og menningarbundn-
um þáttum, því aðstæður á hverjum tíma hafa áhrif á flokkunina. Dada
varð til á stríðstímum og súrrealisminn á tímum brostinnar heimsmynd-
ar millistríðsáranna. Málleysutextar Dada og súrrealisma voru viðbragð
við samtíma sínum á forsendum ríkjandi aðstæðna sem skiptu sköpum
fyrir viðtökur á málleysutextunum. Vonlenskan er framúrstefna þegar
kemur að textanum sjálfum, en líkt og Dada og súrrealismi er hún einn-
ig viðbragð við samtíma sínum. Í dag hefur heimurinn þjappast saman
með fjölmiðlum, fréttum, veraldarvefnum, auglýsingum, farsímum og
svo mætti lengi telja. Ofgnótt upplýsinga berst til fólks á hverjum degi,
og það getur reynst erfitt að sigta út hverju á að trúa og hverju ekki.
Orðræða stjórnmálamanna og sérfræðinga er annaðhvort of snúin fyrir
almenning eða einfaldlega innihaldslaus. Tungumálið er notað til að
sefa og hræða fólk til skiptis, tungumálinu hefur verið spillt og það er
notað sem tæki til blekkingar. Andúð vonlenskunnar á tungumáli og
umhverfi felst í að hafna því sem blekkingartæki. Í staðinn felur von-
lenskan í sér hvatningu til nýrrar notkunar á tungumálinu.