Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 19
TMM 2008 · 1 19
U m s t í l K o m m ú n i s t a áva r p s i n s
óþörfu báli á strönd Hamlets sem sumir kalla Danaprins frá Els-
inore Castle.
Engin gola ber minnisblöð á milli, ekkert bréf, enga krumpaða
ástarjátningu sem einhver hefur kastað yfir öxl sér. Allt liggur
kyrrt í sandinum nema einhver il sökkvi því vísvitandi í sandinn
á þessari strönd.
Allt er svo fjarri og ekkert andar nú þýðum rómi að honum.
Hann hvíslar:
Enginn grætur Íslending …
Enginn.
Ljós vitans, hverjum brann það bál yfir þéttlýstum ströndum af
eldi?
Nótt fyrirheitanna lýst af skammlífum eldum, snöggblossandi
funa.
Nótt drauma, nótt táls. Hinna vanhelgu blekkinga. Og fyrir
handan glaðar eldtungurnar í húminu, hvað bíður? Alsnjóa nifl-
heimsnótt. Nóttin sem er ekki svört, heldur iðulaust hvítt myrkur
af eintómum snjó.
Hann nær kannski aldrei aftur í nóttlausa veröld heima.
Hann finnur nágustinn af þeim feðgum Hamlet og föður hans
sem fljóti að sér án þess að hreyfa eitt korn af sandi í ómælinu þar
sem allir lifandi verða dauðir og enginn ferðast framar nema
draugar.
Hafgúur og marmennill hjala
Hafgúa I: Horfinn? Hélztu þá þú gætir horfið mér? þó ég týndi þér
… í buskann. Í eilífan óslitinn öldunið … í þögnina sem vaggast í
vindrísli í laufskógum. Í perlur af tæru vatni sem hrynja með
óheyrðum stunum á ísskán í skálinni undir barbrjósta bronsstyttu
af veiðigyðjunni Artemis með örvalausan boga og slitinn streng.
Marmennill: Sástu flúrið á nekt minni kona? Vafinn þangi eftir
að ég kom aftur upp úr djúpi tímans, og hugsaði mér þú hefðir
gengið til sjávar, hlustað eftir slætti við fjarlæga kletta, rýnt eftir