Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 22
22 TMM 2008 · 1
U m b e r t o E c o
aðar ávinningum þessarar nýju „byltingarstéttar“ mynda grunnstef
bókarinnar. Þau stef eru enn í góðu gildi hjá þeim sem styðja frjáls-
hyggju. Maður sér (ég meina bókstaflega að „maður sjái,“ næstum því
eins og í kvikmynd) þetta nýja óstöðvandi afl sem fer eins og eldur í sinu
yfir jarðarkringluna, knúið áfram af þörf fyrir ný markaðssvæði (og ég
held að hér sé gyðingurinn og messíanistinn Marx að hugsa um upphaf
sköpunarsögunnar í Fyrstu Mósebók), kollvarpar og umbreytir fjarlæg-
um löndum vegna þess að lágt vöruverð þessara þjóða er vopnabúr sem
nota má til að brjóta niður hvaða kínamúr sem er og neyðir frum-
stæðar þjóðir sem ganga hvað harðast fram í útlendingahatri til að gefast
upp, setur á fót og mótar borgir sem tákn um eigið vald og grundvöll
þess, alþjóðavæðist, hnattvæðist og finnur meira að segja upp bók-
menntir sem eru ekki lengur þjóðarbókmenntir heldur heimsbók-
menntir.2
Í lok þessarar lofræðu (sem er sannfærandi og jaðrar við einlæga
aðdáun) koma dramatísku hvörfin: galdrameistarinn finnur að hann
getur ekki ráðið við þá krafta undirdjúpanna sem hann hefur vakið upp,
sigurvegarinn kafnar í eigin offramleiðslu, og neyðist til að fæða líkgraf-
ara sjálfs sín af eigin skauti – öreigana.
Nú kemur til sögunnar þetta nýja afl, sem er margskipt og óskipulagt
fyrst í stað en mótast þegar það ræðst á framleiðslutækin, og borgara-
stéttin nýtir sér það og neyðir það til að berjast gegn óvinum fjand-
manna sinna (einveldinu, stórjarðeignarréttinum, smáborgarastéttinni),
þar til þetta afl dregur smám saman til sín hluta fyrrum andstæðinga
sinna, handverksmenn, smákaupmenn og sjálfseignarbændur sem stór-
borgarastéttin hefur gert að öreigalýð. Uppþotið verður að skipulegri
baráttu þegar verkamennirnir bindast gagnkvæmum böndum þökk sé
annars konar afli sem borgarastéttin þróaði sjálfri sér til hægðarauka:
samgöngutækjunum. Hér vísar Kommúnistaávarpið í járnbrautirnar, en
um leið hefur það hina nýju fjölmiðla í huga (höfum hugfast að Marx og
Engels kunnu að nota sjónvarp síns tíma, það er að segja neðanmáls-
skáldsöguna, sem líkan til að höfða til ímyndunarafls almennings, og í
Heilögu fjölskyldunni gagnrýndu þeir hugmyndafræði hennar með því
að beita fyrir sig orðfæri og aðstæðum sem einmitt þessi tegund skáld-
sagna hafði breitt út meðal alþýðu manna).
Þá eru kommúnistarnir kynntir til sögunnar. Áður en útlistað er hvað
þeir eru og hvað þeir vilja, tekur Kommúnistaávarpið (með stórkostlegu
mælskubragði) sér stöðu góðborgarans sem óttast þá og spyr nokkurra
skelfilegra spurninga: Viljið þið afnema eignarréttinn? Viljið þið sam-