Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 23
TMM 2008 · 1 23
U m s t í l K o m m ú n i s t a áva r p s i n s
eign á kvenfólki? Viljið þið leggja trúarbrögðin, föðurlandið og fjöl-
skylduna í rúst?
Hér er dregið í land, vegna þess að Ávarpið virðist svara öllum þess-
um spurningum á hughreystandi hátt, eins og til að blíðka and-
stæðinginn. Síðan slær textinn hann alls óvænt undir bringspalirnar og
hlýtur fagnaðarhróp verkamanna að launum … Viljum við afnema
eignarréttinn? Nei það viljum við ekki, eignarrétturinn hefur ætíð verið
undirorpinn breytingum og umskiptum, hratt ekki franska byltingin,
til að mynda, eignarrétti lénsveldisins úr sessi og setti í hans stað eignar-
rétt borgarastéttarinnar? Viljum við afnema séreignarréttinn? Þvílík
endaleysa, séreignarrétturinn er í raun ekki til vegna þess að hann er
einkaeign eins tíunda hluta þjóðfélagsins og níu tíundu hlutum þess í
óhag. Eruð þið þá að saka okkur um að vilja afnema „ykkar“ eignarrétt?
Nákvæmlega, það er einmitt það sem að við viljum gera.
Sameign á kvenfólki? Hvað er að heyra! Við viljum öllu heldur binda
enda á stöðu kvenna sem framleiðslutækis. Sjáið þið fyrir ykkur að við
komum á sameign á kvenfólki? Sameign á kvenfólki er ykkar uppfinn-
ing, en auk þess að nota eiginkonur ykkar þá hafið þið öll gögn og gæði
af konum verkamanna og það er ykkar mesta skemmtan að kokkála
hver annan. Eyðileggja föðurlandið? Hvernig er hægt að svipta verka-
mennina því sem þeir eiga ekki? Við viljum frekar að sigri hrósandi
skipuleggi þeir sig sem þjóð …
Og áfram heldur það í þessum dúr, allt fram til þess meistaraverks í
þagmælsku sem svarið um trúarbrögðin er. Maður sér fyrir sér að svar-
ið verði „við viljum leggja þessi trúarbrögð í rúst,“ en það er ekki að
finna í textanum sjálfum: um leið og textinn snýr sér að þessu við-
kvæma málefni hleypur hann yfir það, lætur okkur skilja að allar
umbreytingar kosta eitthvað, í stuttu máli, förum ekki strax út í svo erf-
iða sálma.
Þessu fylgir síðan kennilegi hlutinn, stefnuyfirlýsing hreyfingarinnar,
gagnrýni ólíkra tegunda sósíalisma, en þegar hér er komið sögu hefur
lesandinn þegar verið dreginn á tálar. Og reynist stefnuyfirlýsingin of
erfið aflestrar þá kemur lokahöggið: tvö slagorð til að ná andanum aftur,
auðskilin og auðlærð, og eru (að því er mér virðist) ætluð til stórra verka:
„Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum“ og „Öreigar allra
landa, sameinist!“
Fyrir utan hæfileika sinn, sem er sannarlega ljóðrænn, til að skapa
eftirminnilegar myndlíkingar, er Kommúnistaávarpið meistaraverk í
pólitískri mælskulist (og raunar meira en það) og ætti að kenna í skólum