Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 24
24 TMM 2008 · 1
U m b e r t o E c o
ásamt Katilínskum ræðum Cicerós og ræðu Markúsar Antoníusar yfir
líki Sesars í leikriti Shakespeares. Einnig vegna þess að þegar hin stað-
góða klassíska menntun sem Marx naut er höfð í huga er ekki útilokað
að hann hafi einmitt haft þessa texta í huga þegar hann samdi verkið.
Steinar Örn Atlason þýddi.
Tilvísanir
1 [Þessi grein ítalska rithöfundarins og táknfræðingsins Umberto Eco birtist
fyrst í ítalska tímaritinu Espresso árið 1998 í tilefni af hundrað og fimmtíu
ára afmæli Kommúnistaávarpsins. Greinin var endurprentuð í safnritinu Um
bókmenntir árið 2003 og er þýðingin byggð á þeirri útgáfu. Greinin birtist
með góðfúslegu leyfi höfundar. Þess má geta að fyrirhuguð er endurútgáfa
Kommúnistaávarpsins í Lærdómsritaröð HÍB á þessu ári. Ég vil þakka Birni
Þorsteinssyni, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur og Silju Aðalsteinsdóttur yfirlestur
og ábendingar. – Þýð.]
2 Þegar ég skrifaði greinina var þegar byrjað að tala um hnattvæðinguna, og
það er engin tilviljun að ég nota það orð. En í dag erum við mun næmari fyrir
vandamálinu, og væri vel þess virði að lesa þessar blaðsíður aftur. Það er sláandi
hvernig Kommúnistaávarpið sá fyrir tímabil hnattvæðingarinnar, hundrað og
fimmtíu árum áður, og hvernig það hefur gefið ólíkum kröftum lausan tauminn.
Engu er líkara en Ávarpið vilji benda okkur á að hnattvæðingin er ekki slys sem
átti sér stað þegar kapítalisminn breiddist út (bara vegna þess að Berlínarmúr-
inn er fallinn og Internetið hefur orðið til) heldur óumflýjanlegt mynstur sem
hin nýja stétt sem var að komast á legg gat ekki komist hjá að vefa, jafnvel þótt
auðveldasta leiðin til að víkka út markaðina (og líka sú blóðugasta) hafi á þeim
tíma verið kölluð nýlendustefna. Einnig má taka á ný til athugunar (og því er ekki
aðeins beint að borgarastéttinni heldur hverjum sem er) þá aðvörun að hvaða afl
sem gengur gegn hnattvæðingunni, og lítur fyrst í stað út fyrir að vera margskipt
og óreiðukennt, hefur tilhneigingu til hreins luddisma [luddismo] sem mótherj-
inn getur notað í baráttunni gegn eigin óvinum.