Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 28
28 TMM 2008 · 1
S t e i n a r B r a g i
um leið auga á kirkjuna ofan í vatninu. Í gamla þorpinu hennar
hafði verið kirkja og þegar Alda var lítil var hún skírð í þessari
kirkju og þar höfðu foreldrar hennar líka gift sig og hún mundi
eftir prestinum á hjólinu með löngu brauðin sín undir hendinni
hjólandi í kirkjuna til að syngja messurnar sínar. Kirkjan stóð uppi
á lítilli hæð í jaðri þorpsins og klukkuturninn náði svo hátt til
himins að núna stóð hann upp úr vatninu!
Alda strauk efsta hluta kirkjuturnsins og eftir því sem fjaraði
meira út skagaði hann lengra upp úr vatninu og bráðlega glitti í
klukkuna á hlið hans. Vísarnir höfðu ryðgað í sundur eða dottið af
en Öldu var sama, þetta var klukkan sem pabbi hennar hafði
kennt henni að lesa tímann af. Turninn var eins og eyja í vatninu
og Alda faðmaði hann að sér og grét og bað guð að varðveita sálir
þeirra sem fórust í þorpinu og þetta var besti, hamingjuríkasti
dagur sem hún hafði upplifað, en bráðum yrði þessu að ljúka, hún
var þreytt og gæti komið aftur seinna.
Hún reri litla bátnum sínum aftur að ströndinni, gekk frá
honum við bryggjuna og fór svo í vinnuna sína í búðinni. Þegar
karlinn kom auga á hana og spurði hvar hún hefði verið sagði hún
ekki neitt, og líkt og hann hafði oft gert áður byrjaði karlinn að
lemja hana.
En núna átti Alda sér leyndarmál og upp frá þessu varð lífið
henni bærilegra. Hún vissi af þorpinu sínu á botni vatnsins, vissi
að hún gæti róið út að því og synt um gamla himininn sinn með
fiskunum og setið á kirkjuturnseyjunni og snert skífuna á klukk-
unni sem pabbi hennar hafði horft á, og vissi að hún gat talað við
alla sem hún þekkti og höfðu gengið um götur þorpsins.
Eitt sinn þegar Alda var á siglingu yfir þorpinu sá hún að kirkju-
turninn stóð óvenju hátt upp úr sjónum. Hún sigldi hringinn í
kringum turninn og virti hann fyrir sér, festi svo bátinn við ryðg-
að járn sem stóð út úr veggnum og smeygði sér inn um eitt af
opunum efst í turninum. Þar sem hún rýndi gegnum vatnið niður
í turnhúsið kom hún auga á hlera í gólfinu, og hugmynd kviknaði:
ef hún kafaði ofan í vatnið og lyfti hleranum þá gæti hún skrifað
bænir eða skilaboð til foreldra sinna, bundið pappírinn við steina
og látið þá sökkva ofan í kirkjuna.