Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 29
TMM 2008 · 1 29
Þ o r p i ð á b o t n i va t n s i n s
Alda tíndi af sér spjarirnar, stakk sér á kaf ofan í vatnið og þreif-
aði um hlerann; fljótlega greip hún um stóra og þykka málmgjörð,
smeygði fingrunum inn í gjörðina og togaði, spriklaði löppunum
út í loftið og togaði eins fast og hún gat en hlerinn haggaðist ekki.
Alda kom aftur upp á yfirborðið til að hvíla sig og hugsa málið.
Vatnið í klukkuturninum náði henni að miðju brjósti og þó að
henni væri orðið kalt lét hún það ekki stöðva sig. Hlerinn var lík-
lega festur að innanverðu, sem þýddi að hún yrði að skorða sig
betur og ná meiri krafti til að rjúfa festinguna sem hlaut að vera
orðin léleg og ryðguð eftir allan þennan tíma ofan í vatninu. Ef
hún hefði fæturna sinn hvorum megin við hlerann og beygði sig í
hnjánum gæti hún hæglega náð kraftmikilli viðspyrnu.
Alda stakk sér aftur á kaf ofan í vatnið, tók um gjörðina, plant-
aði fótunum hvorum sínum megin við hlerann og byrjaði að toga
eins fast og hún gat. Í fyrstu gerðist ekkert, hlerinn bifaðist ekki,
en svo var eins og eitthvað breyttist og æ, hvað það var undarlegt,
það var eins og hún togaðist á við hlerann! Af öllum kröftum tog-
aði hún og hnikaði hleranum uppávið, en svo var eins og hann
togaði á móti og sigi niðurávið. Þannig gekk þetta upp og niður í
einhvern tíma en Alda skyldi ekki gefast upp, hún ætlaði að opna
niður í kirkjuna þótt það kostaði hana margar tilraunir. Og rétt í
sama mund og hún gat ekki lengur haldið niðri í sér andanum tók
hún eftir því að höfuð hennar og axlir stóðu upp úr vatninu. Hún
horfði í kringum sig og sá að vatnsborðið í turnhúsinu hafði lækk-
að, en yfirborð vatnsins allt í kring, fyrir utan turninn, var óbreytt,
og skyndilega þurfti hún ekki að toga meira – hlerinn opnaðist
upp á gátt og allt vatnið sem var í turnhúsinu streymdi í frussandi
hringiðu niður um hleraopið og hvarf!
Hún gægðist yfir brún opsins og niður í myrkrið. Kirkjan var
dimm og drungaleg og upp úr henni streymdi kuldi. Alda greip
andann á lofti. Þetta var furðulegt, en það var ekki um að villast: Í
kirkjunni var ekkert vatn.
Skammt fyrir neðan hleraopið var stigi, nokkrir járnteinar sem
höfðu verið felldir inn í vegginn og mátti nota til að klifra niður í
kirkjuna. Alda fullvissaði sig um að báturinn væri tryggilega fest-
ur en smeygði sér svo yfir brúnina, klifraði niður stigann og
bráðlega stóð hún efst í turninum, umvafin myrkri og kulda sem