Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 30
30 TMM 2008 · 1
S t e i n a r B r a g i
kom henni til að skjálfa og framkallaði gæsahúð á litla líkamanum
hennar.
Þegar augun höfðu vanist myrkrinu greindi hún fyrst múrstein-
ana í veggjunum, en á öðrum stað sá hún ekkert nema svart, og
þegar hún færði sig nær sá hún að gólfið hallaðist niður í móti og
varð fljótlega að þrepum sem lágu dýpra ofan í kirkjuna.
Alda tiplaði eins langt niður eftir þrepunum og hún þorði,
næstum alveg þangað til henni fannst myrkrið ætla að gleypa hana
og hún sá ekki lengur birtuna frá hleraopinu, þá þorði hún heldur
ekki lengra. Hún fékk meiri gæsahúð, um lærin og brjóstin og
magann, og hryllti sig við tilhugsunina um það sem gæti leynst
þarna niðri, samt var hún spennt og langaði að sjá. En hún gæti
það ekki núna. Hún yrði að vera skynsöm. Ef hún hafði komist
svona langt í þetta skipti gæti hún það aftur.
Alda sneri við, klifraði upp stigann, gekk tryggilega frá hler-
anum á eftir sér og settist um borð í bátinn sinn. Skömmu síðar
byrjaði vatnið að gutla inn um opin á turnhúsinu og yfir hlerann
og Alda sá að litlu munaði að hún hefði ekki komist upp úr kirkj-
unni. Bráðum var turninn aftur orðinn fullur af vatni og Alda hélt
heim á leið. Á meðan hún sigldi hugsaði hún um foreldra sína,
fiskana og tunglið og stjörnurnar og sönglaði lag fyrir munni sér.
Allt yrði gott.
Leið nú og beið. Alda vann myrkranna á milli hjá karlinum sem
lamdi hana næstum á hverjum degi vegna þess hversu glaðleg hún
var, alltaf brosandi og kát; karlinn hataðist nefnilega við alla þá sem
voru kátir og fannst eins og þeir ættu sér leyndarmál sem þeir vildu
ekki segja honum. Og kannski var það rétt hjá honum, að minnsta
kosti sagði Alda honum ekki neitt um kirkjuturninn þó að hún gæti
vart ráðið sér fyrir spenningi og kátínu, og hún hafði ekki sagt nein-
um og ætlaði aldrei að segja. Þetta var leyndarmálið hennar.
Þrátt fyrir allar þessar barsmíðar og æsing notaði Alda tímann
af kostgæfni til að undirbúa sig; hjá fiskimönnunum lærði hún allt
um sjávarföllin, stórstreymi og fjöru; hún varð sér líka úti um
stærsta tímaglas sem hún gat fundið og með hjálp gamallar gauks-
klukku í búðinni hjá karlinum mældi hún hversu langan tíma það
tók sandinn að renna gegnum trektina.