Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 33
TMM 2008 · 1 33
Þ o r p i ð á b o t n i va t n s i n s
svolítillar hlýju, og nærveru annarrar manneskju í kirkjunni eftir
allan þennan tíma. Hann brosti til hennar og hún lokaði aug-
unum.
Allt var eins og áður. Alda sat á fremsta bekknum í kirkjunni
uppi á hæðinni í litla þorpinu sínu. Fyrir utan kirkjuna gekk lífið
sinn vanagang. Pabbi hennar þúsundþjalasmiðurinn var á þönum
um bæinn að hjálpa þeim sem áttu í erfiðleikum. Mamma hennar
hafði nýlokið við að sauma hvítan blúndukjól á prestsfrúna en
skaust svo eins og eldibrandur að versla í matinn handa fjölskyld-
unni sinni og kaupa kerti til að láta á tertuna sem hún hafði bakað
um morguninn af því að Alda átti afmæli. Afmælin voru skemmti-
legust, þegar hún blés á kertin og fékk að óska sér, og kerlingin úr
myllunni var hjá slátraranum að karpa um verðið á svínakjötinu,
og sendillinn var alltaf jafn sposkur, blístrandi á eftir ungu nunn-
unum í innkaupaferð fyrir klaustrið meðan abbadísin byrsti sig og
gömlu karlarnir sátu yfir veiðarfærunum sínum á bryggjunni og
dottuðu eða körpuðu um hver hefði veitt stærsta fiskinn. Allt var
eins og það átti að vera.
Alda heyrði raddir þorpsins, kliðinn frá hamingjuríku lífi sem
gekk sinn vanagang án þjáningar eða sorgar eða leyndarmála og
þegar kvöldaði lagðist þögnin smám saman yfir að loknum anna-
sömum degi, en hvíslið og lágur niðurinn frá sífellt starfandi nátt-
úrunni allt umhverfis þorpið strauk henni blíðlega í svefn og hún
vissi að hún væri bara lítill hlekkur í stórri keðju og það var nota-
legt af því að keðjan var sterk og hún gæti treyst því að ekkert
myndi bregðast.
Alda hrökk við. Hún opnaði augun. Hafði hún sagt eitthvað?
Henni fannst eins og einhver hefði sagt eitthvað. Eins og einhverju
hefði verið hvíslað í eyrað á henni. Hafði hún sofnað og talað upp
úr svefni? Hún leit á tímaglasið og sneri því. Það var í lagi. Hún
mundi ekki lengur hversu oft hún hafði snúið glasinu, eða hversu
miklu lengur hún gæti verið þarna niðri, en það var allt í lagi.
Halló, sagði Alda lágt. Halló, er einhver hérna? Orð hennar
ómuðu drungalega um steinveggi kirkjunnar og hún varð þess
fullviss að hún væri ekki lengur ein þarna. Einhver var að hvísla.
Hún stóð upp og horfði yfir að altarinu. Andlitið á Jesú var
gljáandi. Þegar hún færði sig nær sá hún að hann var að gráta; tár