Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 46
46 TMM 2008 · 1
Katrín Jakobsdóttir
Villta barnið og siðmenningin
I. Villibarnið Lína
Lína Langsokkur er aðalpersóna í þremur sögum eftir Astrid Lindgren
sem komu út á frummálinu á árunum 1945 til 1948. Hún hefur verið
vinsælt umræðuefni æ síðan enda margbrotin persóna; fyrirmynd
barna um heim allan og umdeild meðal foreldra enda fer Lína sínar
eigin leiðir.
Titill þessarar greinar vísar til villta barnsins eða villibarns Rousseau.
Franski heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau setti fram hugmynd-
ir í verki sínu Émile ou de l´éducation sem fyrst kom út 1762 um að börn
væru nátengdari náttúrunni en fullorðnir. Eftir því sem þau eltust og
fullorðnuðust færðust þau svo nær siðmenningunni. Lýsingar Rousseaus
á ungabarninu, sem fyrst og fremst lifir í sjálfu sér, grætur, baðar út
öllum öngum og borðar, enduróma við lestur á Línu. Ungabarnið veit
ekkert en fæðist með hæfileikann til að læra. Athafnir þess stjórnast
eingöngu af náttúrulegum viðbrögðum við umhverfinu.1 Í sögunum
um Línu Langsokk virðist Lína vissulega standa nær náttúrunni en leik-
félagar hennar Tommi og Anna. Lína hefur litla þekkingu á ýmsum
kimum siðmenningarinnar – hún hefur heyrt um margt af afspurn en
hún kann sig ekki við ýmsar aðstæður sem krefjast lágmarksþekkingar
á siðmenningunni. Hún bregst fremur við á náttúrulegan hátt – borðar
þegar hún er svöng, sefur þegar og eins og henni hentar, gerir það sem
hana langar til – þótt hún hafi auðvitað hæfileikann til að læra. Tommi
og Anna eru hins vegar ímynd þægra barna, Anna í fallegum strokn-
um kjólum með krullur í hári en Tommi vatnsgreiddur og snyrti-
legur.
Tengingin við Rousseau er þó ekki einungis byggð á þessu. Uppá-
haldsbók hans, Róbinson Krúsó, kemur við sögu í öðrum hluta sagna-
bálksins þar sem fram kemur að hún er eftirlætisbók Tomma og Önnu.
Lína gerir lítið úr Róbinson enda er hann ekki hálfdrættingur á við Línu
þegar kemur að því að lenda í skipbrotum. Lindgren leikur sér því þarna