Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 47
TMM 2008 · 1 47
Vi l l t a b a r n i ð o g s i ð m e n n i n g i n
að því að vísa í Rousseau2 og hugsanlega má sjá einhvern enduróm af
þekkingarleit áðurnefnds Emils í verki Rousseaus þegar Lína ryðst inn í
grunnskóla þorpsins til að fá sér kennslu í grunnfögum eins og „farg-
möldun“ og öðru slíku.
En í hverju felst villimennskan og náttúran hjá Línu? Og hvernig
vegnar villta barninu í siðmenntuðum heimi?
Fyrst þegar við kynnumst Línu býr hún ein og hamingjusöm á Sjón-
arhóli, litlu og skökku og skældu húsi í jaðri byggðarinnar í þorpinu.
Strax þarna erum við komin á jaðarinn – Lína býr á jaðrinum í þorpinu,
rétt utan við kjarna siðmenningarinnar en samt nógu nærri til að geta
tekið þátt í mannlífinu um leið og hún stendur utan við það. Og það er
fleira sem minnir lesendur á að hún stendur utan siðmenningarinnar.
Ekki aðeins er húsið hennar skakkt og skælt, ólíkt öðrum húsum sem
flest eru hornrétt og snyrtileg, heldur kemur fram strax á fyrstu síðu að
Lína er ólík öðrum börnum því að hún
átti enga mömmu og engan pabba heldur og það var nú ekki sem verst því þá var
enginn til að reka hana í rúmið þegar hún var í miðju kafi að gera eitthvað sem
henni þótti ógurlega skemmtilegt og enginn til að neyða ofan í hana lýsi þegar
hana langaði miklu meira í karamellur. (Lína Langsokkur, 7).
Þarna erum við minnt á allra besta ástand allra barnabóka sem er fjar-
vera foreldra þannig að hægt sé að gera eitthvað skemmtilegt og ætti
kannski ekki að koma Íslendingum á óvart sem þekkja fræg orð Hall-
dórs Laxness um að „næst því að missa móður sína sé fátt hollara
úngum börnum en missa föður sinn.“3 Ekki skal dæmt um hollustuna
en í barnabókum virðist foreldraskortur vera ávísun á ævintýri. Eða
heldur einhver að börnin í Ævintýrabókunum hefðu lent í ævintýrum ef
þau hefðu tilheyrt hefðbundinni kjarnafjölskyldu í staðinn fyrir að vera
munaðarlaus með öllu eða eiga einstæða móður sem gat ekki haft þau
hjá sér? Og ekki hefði Nancy Drew nokkurn tíma orðið ofurspæjari ef
mamma hennar hefði verið á lífi og alltaf verið að passa upp á hana. Í
bókmenntunum veitir fjarvera mömmu og pabba börnunum ákveðið
frelsi og það hefur Lína svo sannarlega. Mamma er dáin og pabbi henn-
ar siglir um Suðurhöf en var svo vænn að kaupa húsið Sjónarhól og gefa
henni væna summu af gullpeningum áður en hann fauk út í sjó og gerð-
ist svertingjakóngur í Suðurhöfum þannig að hún er ekki á flæðiskeri
stödd.
Á sömu síðu og þetta kemur fram, þeirri fyrstu í sögunni sem einfald-
lega heitir Lína Langsokkur, kemur líka fram villimannseðli Línu en þar