Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 51
TMM 2008 · 1 51
Vi l l t a b a r n i ð o g s i ð m e n n i n g i n
ast með skilgreiningum Línu daginn sem hún og Anna og Tommi fara
saman að safna gripum:
Má maður virkilega hirða allt sem maður finnur?, spurði Anna.
Já, allt sem liggur á jörðinni, sagði Lína.
Spölkorn burtu lá gamall maður sofandi á grasblettinum fyrir framan húsið
sitt.
Þessi þarna liggur á jörðinni, sagði Lína. Og við fundum hann. Tökum hann!
Tommi og Anna urðu dauðskelfd.
Nei, nei, Lína. Við getum ekki tekið gamlan mann, það gengur ekki, sagði
Tommi. Og hvað ættum við svo sem að gera við hann?
Hvað við ættum að gera við hann? Það má brúka hann til svo margs. Við
gætum til dæmis sett hann í lítið kanínubúr í staðinn fyrir kanínu og gefið honum
fíflablöð að borða. En ef þið viljið það ekki þá er mér svo sem sama. Mér finnst
bara ergilegt ef einhver annar gripasafnari kemur og hirðir hann (Lína Lang-
sokkur, 20).
Eins og íbúar í Undralandi Lewis Carroll tekur Lína allar reglur bók-
staflega og ekkert er undan skilið. Svo fer að þau safna ekki gamla
manninum en það er kannski ekki skrýtið að fræðimenn hafi tengt Línu
við ofurmenni Nietzsches þegar atriði sem þessi eru skoðuð.5 Þarna
hugsar Lína fyrst og fremst um sínar langanir án umhugsunar um rétt-
indi annarra. Hins vegar lætur hún undan Tomma og Önnu, án þess þó
að viðurkenna að hún hafi rangt fyrir sér, fremur til að halda friðinn við
þessa fulltrúa siðmenningarinnar.
Næsti gripur sem þau rekast á er gamall og ryðgaður blikkdunkur. Þá
ræður Lína sér vart fyrir kæti: „Þvílíkur fengur, þvílíkur fengur! Þessi
fíni dunkur! Maður á aldrei of mikið af þeim“ (Lína Langsokkur, 20).
Tommi og Anna bregðast við með tortryggni en Lína lætur ekki slá sig
út af laginu.
Ó það er hægt að nota hann til svo margs. Það er til dæmis hægt að geyma kökur
í honum. Þá er hann orðinn fínasti Kökudunkur. Svo kemur líka til greina að
geyma ekki kökur í honum og þá er hann orðinn Kökulaus dunkur. Það er
auðvitað ekki eins fínt en allt í lagi samt (Lína Langsokkur, 20).
Þegar Lína uppgötvar að dunkurinn er orðinn götóttur af ryði ákveður
hún að hann sé líklega svokallaður Kökulaus dunkur en ákveður að setja
hann á hausinn á sér og ímynda sér að það sé hánótt. Það fer nú ekki
betur en svo að hún gengur á girðingu og dettur um koll með þeim
afleiðingum að það glymur í dunkinum á hausnum á henni. Lína dreg-
ur umsvifalaust þá ályktun að ef hún hefði ekki verið með þennan