Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 53
TMM 2008 · 1 53
Vi l l t a b a r n i ð o g s i ð m e n n i n g i n
og lauk með því að Lína bar þá á höndum sér út á götu aftur og bað þá
vel að lifa. Aðalsenna Línu og lögregluþjónanna er þó ekki kraftalegs
eðlis heldur skylmast þau með orðum. Og þar hefur Lína vinninginn því
að hún býr yfir hinu óvænta í rökræðulist sinni. Hún fagnar lögreglu-
þjónunum og segir einlæglega: „Lögregluþjónar eru mitt uppáhald.
Næst á eftir rabarbaragraut“ (Lína Langsokkur, 27).
Þarna nýtir Lína óvæntan samanburð til að skilgreina lögregluna í
nýju ljósi. Í meðförum Línu missir lögreglan stöðu sína sem samfélags-
stofnun og breytist í eitthvert skemmtilegt dót, jafnvel eitthvað sem
hægt er að smjatta á eftir kvöldmatinn með rjóma! Þegar lögregluþjón-
arnir upplýsa Línu um erindi sitt, að þeir séu mættir til að fara með hana
á barnaheimili þar sem hvorki má hafa hesta né apa, hristir Lína bara
hausinn og segir þeim góðlega að þeir verði að fara eitthvert annað „til
að útvega ykkur krakka á barnaheimilið ykkar“ (Lína Langsokkur, 28).
Þarna misskilur Lína lögregluþjónana viljandi og lætur eins og þeir séu
að biðja hana að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem hún getur því miður
ekki sinnt. Eftir þetta orðaskak sem leiðist út í kraftakeppni Línu og lög-
reglunnar gefast lögregluþjónarnir upp og fara aftur í bæinn þar sem
þeir segja „ráðsetta fólkinu“ eins og það er kallað að best sé að láta Línu
vera, hún yrði hvorki þægileg né þjál í umgengni á barnaheimili. Og
líklega er það rétt hjá þeim því að villibörn eru hreint ekki þægileg og
þjál á siðmenntuðum barnaheimilum.
Annað eftirminnilegt atvik þar sem siðmenningin reynir að taka yfir
Línu er þegar Lína ákveður af eigin hvötum að fara að ganga í skóla. Það
gerir hún því henni finnst svo skelfilega ósanngjarnt að hún fái ekkert
jólafrí. Þar kemur hins vegar enn og aftur að gagnrýninni hugsun Línu.
Hún hefur engan áhuga á að vita hvað Axel og Lísa eiga mörg epli sam-
anlagt en veltir fyrir sér grundvallarspurningum eins og hverjum það sé
að kenna ef þau fá bæði magapínu og hvar þau hafi eiginlega stolið epl-
unum. Lína hefur ekki heldur nokkurn áhuga á að læra stafina en segir í
staðinn krassandi sögur af fyrirbærunum sem stafirnir sýna. Og þegar
kennslukonan gefst upp á þessum erfiða nemanda og lætur börnin fara að
teikna kemur endanlega í ljós að Lína þarf það sem kallað er nú á dögum
„einstaklingsmiðuð kennsla“ – hún getur ekki haldið sig við blaðið, hún
fer að teikna hestinn sinn og sú mynd teygir sig langt út fyrir blaðið, út á
gólf og hún sér fram á að þurfa að færa sig fram á gang þegar hún kemur
að rassinum. Lína og kennslukonan kveðjast þó í bestu vinsemd þar sem
Lína segir leið að fyrir börn sem eigi foreldra sem eru svertingjakóngur og
engill sé ósköp erfitt að vita hvernig maður eigi að vera í skóla – en hún
geti eiginlega ekki hugsað sér að vera þarna lengur.