Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 60
60 TMM 2008 · 1
K r i s t í n G u ð m u n d a r d ó t t i r
réðist að Þórbergi og þreif kopp undan rúminu og steypti úr honum yfir
meistarann þar sem hann húkti í bólinu skjálfandi af hræðslu. Þá greip
hún kassa með orðasafni hans og hvolfdi úr þeim yfir allt saman. Að því
búnu fór hún og bað honum ills, en Þórbergur skreiddist uppúr damm-
inum og kom æðandi heim til okkar. Þá var Sólrún nýfarin eftir að ég
hafði reynt að sannfæra hana um að móðir hennar myndi ekki fyrirfara
sér vegna þessa mótlætis. En með þeirri hótun reyndi hún að hræða
dóttur sína á veg dyggðarinnar.
Skömmu eftir þennan atburð tókst O.J. Olsen að fá Sólrúnu til Hafn-
arfjarðar. Sagt var að frú Olsen væri lasin og þyrfti hjálp um tíma. Þetta
reyndist rétt, því Sólrún hafði ekki verið þar lengi þegar Olsen gaf hana
og Steindór saman í hjónaband. Og fyrir guðs náð hresstist frú Olsen
um sama leyti, svo að Sólrún þurfti ekki lengur að hjálpa henni en gat
farið að búa með Steindóri.
Þó að Hafnarfjarðardvöl Sólrúnar legðist illa í Þórberg kom gifting
hennar honum mjög á óvart. Hann reiddist ákaflega og skrifaði henni
stórkostlegt bréf. Það fékk hann endursent eftir nokkra daga og sást ekki
hvort það hafði verið opnað. Um þetta stand er kvæðið: Eg elskaði forð-
um yngismey!
Ekki mun sambúð Sólrúnar og Steindórs hafa verið ánægjuleg, enda
tæplega hægt að búast við því eftir það sem á undan var gengið. Hún
hafði sagt honum frá ástum sínum og Þórbergs og beðið hann um að
þau slitu trúlofun sinni, en hann neitaði því þverlega.
Á fyrsta hjónabandsári þeirra fæddist þeim sonur. Þegar hann var lít-
ill veiktist hann og þurfti að koma honum í sjúkrahús. Þau voru ekki í
sjúkrasamlagi og þurftu því að fá ábyrgðarmann fyrir greiðslu á kostn-
aði við það. Þetta varð Sólrún að gera því Steindór lét sér það óviðkom-
andi.
Kvöldið áður en drengurinn átti að fara í sjúkrahúsið kom ég til
þeirra. Þá sat Steindór og þrír aðrir karlar við spil, en Sólrún bar vatn
neðan frá Laugavegi heim til þeirra á Bergþórugötu til þess að geta
þvegið föt barnsins. Þá var oft vatnslaust við hæstu göturnar í bænum.
Drengnum – sem heitir Svanur – batnaði. Ungur var hann mjög líkur
föður sínum í sjón. Ég hef heyrt að hann sé nú líkur honum í raun. Hann
er nú prentari í Reykjavík.
Ekki man ég nú hvað löngu eftir þetta það bar við að Sólrún leit inn
til okkar um kvöld, og skömmu síðar kom Þórbergur, sem þá var heima-
gangur hjá okkur. Þeim brá báðum, en tókst fljótt að láta sem ekkert
væri. En mér fannst sem gneistar sindruðu milli þeirra, og þegar leið á