Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 61
TMM 2008 · 1 61
S v o n a e r b l e s s u ð á s t i n
kvöldið þóttist ég sjá hvað verða vildi. Þau fóru svo saman, því Þórberg-
ur kvaðst ætla að fylgja henni heim.
Morguninn eftir fór hann til Ísafjarðar, erindi hans kvöldið áður var
að kveðja okkur. En með næsta pósti fékk ég hjartnæmt bréf frá honum,
og þar sagði hann að allt væri orðið gott milli sín og Sólu sinnar. Þegar
þau fóru frá okkur löbbuðu þau suður í Beneventum, og þar kvaðst hann
hafa reynt það að nýju að hún væri best og blíðust allra kvenna. Með
mínu bréfi var þykkt bréf til Sólrúnar. Síðar sendi hann mér flest bréf
sem hann skrifaði henni, og þau urðu mörg áður en lauk.
Þetta bréf mitt frá Þórbergi brann síðar, og reyndar mörg önnur bréf
frá honum. Þar með eitt skrifað á Akureyri er hann var þar með guð-
spekinemum. Það var þrettán stórar síður og fjallaði mikið um ást-
arharmkvæli hans. Þá var Sólrún gift, og þau höfðu ekki fundist að
nýju. Hann kvaðst hafa sagt tveimur mönnum frá athæfi aðventistanna.
„Annar þeirra er Jakob Kristinsson sem þú þekkir. Hinn er Oddur
Ólafsson sáluhjálparhersmaður á Ísafirði, sannheilagur maður.“ Þeim
þótti meistarinn hafa ratað í miklar raunir og vorkenndu honum mjög.
Með þessum bréfum brann einnig „Erfðaskrá meistarans“. Þar voru
nefndir þeir sem áttu að skrifa um hann dauðan, og voru meðal þeirra
Sigurður Nordal prófessor og Einar Ól. Sveinsson. Því miður man ég nú
ekki um hvað hvor þeirra átti að rita, en um orðasöfnun hans og þjóð-
sagnasöfnun átti að skrifa. Fleiri greinir voru taldar og fleiri menn sem
áttu að skrifa um hann, en ég man ekki lengur að segja frá því. En Mar-
grét og Steinunn Árnadætur – frá Höfðahólum – kallaðar poetínurnar,
af því að þær settu stundum saman kviðlinga – áttu að skrifa um kæki
hans og takta. Ég átti að skrifa um ástamál hans, „en þegja skal um allt
sem getur gert mannorði hins látna skaða.“
Í þessum eldi fórust „Spakmæli hins blessaða“. Það var kver með alls
konar spakvitringaslúður, skrifað af Þórbergi, og var sumt eftir Sigurð
Jónasson – hinn blessaða – en sumt sett saman í blóra við hann af
ýmsum. Eitt sinn las ég úr þessu fyrir Guðmund úr Grindavík og sagði
að það væri eftir Tagore. Þá var fínt að dást að honum. Guðmundur
trúði því þar til þetta kom: „Oft lætur hátt í hjónarúmi.“ Þá snippaði
hann ákaflega og drundi: Þetta er ekki eftir Tagore.
Þegar Þórbergur kom frá Ísafirði var auðvitað tekið þar til við ásta-
málin sem fyrr var frá horfið. Hann var ákaflega ástfanginn, og Sólrún
víst líka, en vegna lengri og nánari kynna af meistaranum vissi ég meira
um hitann þar. Í þennan tíma notaði hann oft orðtakið „Allt líf er yoga.“
Eiður sneri því í „Allt líf er Sóla“ til að stríða Þórbergi. Þá skildum við