Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 63
TMM 2008 · 1 63
S v o n a e r b l e s s u ð á s t i n
Einhverntíma á þessum árum gerðist það að Salóme var boðið til
vinkonu sinnar með fleiri konum. Þá sagði ein þeirra frá því að hún ætti
heima í sama húsi og Þórbergur Þórðarson. Hún gaf í skyn að honum
litist allvel á sig, og nú vildi hún gjarnan vita eitthvað um hagi hans,
sérstaklega efnahag, því hún spurði: Ætli hann sé ekki ríkur karldjöfull-
inn? Hinar konurnar töldu víst að svo væri.
Konan sem spurði svo heitir Margrét Jónsdóttir. Eftir nokkrar vikur
var hún gift Þórbergi.
Heldur mun Sólrúnu hafa fallið illa að hann kvæntist annarri konu.
Frú Margréti þekkti hún eitthvað, og þó máske mest af orðspori. Hún
sagði að sér þætti gott að hann hefði hlotið slíkan kvenkost.
Þegar Þórbergur var kvæntur hætti hann að greiða meðlagið með
telpunni. Salóme talaði oft við hann og reyndi að fá hann til að halda því
áfram, en það bar lítinn eða engan árangur. Hún hafði alltaf haft heldur
illan bifur á Þórbergi og ekki breyttist það við þetta. Þó áleit hún að
þetta væri líka sparnaðarráðstöfun frú Margrétar.
Þegar þau Margrét og Þórbergur gengu í hjónaband var það mál
manna að hann vissi að hún átti son, en dótturina – sem hún hafði að
vísu gefið – léti hún hann ekki vita um. Við sem vissum af dóttur Þór-
bergs höfðum að gamanmálum okkar í milli hvernig yrði ef – eða þegar
– þessi launbörn birtust. En við áttum eftir að sjá að það sem okkur datt
í hug var heldur daufara en það sem gerðist síðar.
Ég þóttist vita að Þórbergur hefði sagt konu sinni frá tilveru Guð-
bjargar þegar hún kom dikandi heim til mín eitt kvöld og byrjaði nærri
strax að segja mér að Salóme, „sem þér þekkið víst“, væri mjög reið við
sig vegna þess að hún væri gift Þórbergi. Ég kærði mig ekki um að ræða
þetta við hana, svo ég sagði í fyrstu máttlaus jæja við rausi hennar. Allt
í einu sagði hún: Þér vitið náttúrlega að systir hennar er að reyna að
klína því á Þórberg að hann eigi stelpuna með henni. Ég svaraði því
ekki. Hún kvaðst ekki skilja að konur gætu haft mök við fleiri en einn
mann, og því síður skildi hún að slíkar kvensniftir gætu vitað hver ætti
börnin með þeim. Ég sagði að stundum sýndu börnin það. Þá spurði
hún hvort ég áliti að Þórbergur ætti „stelpuna“. Ég játaði því. Þá vildi
hún vita hvort Sólrún hefði sagt mér það. Ég sagði að óþarft væri að
segja það sem Guðbjörg sýndi svo greinilega. Hún tók þá að lasta Sól-
rúnu á alla kanta, en einna mest hneykslaðist hún á óskírlífi hennar, og
áttum við nokkur orðaskipti um það. Þá sagði ég henni að Salóme væri
ekki reið við hana af því að hún væri gift Þórbergi, því hún hefði alltaf
verið á móti sambandi hans og Sólrúnar og sagt að hann myndi reynast
henni illa. En hann hefði hætt að greiða meðlag með telpunni þegar