Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 68
68 TMM 2008 · 1
K r i s t í n G u ð m u n d a r d ó t t i r
Eitthvert samband hafði Þórbergur samt við Guðbjörgu, þegar hann
kom frá útlöndum, því það upplýstist að hann hafði aldrei fengið þau
tvö bréf er hún skrifaði honum. En fljótlega varð hann að slíta kunn-
ingsskap þeirra, því þegar þau hittust ásótti Steindór heitinn Pálsson frú
Margréti svo hastarlega að hún fékk ekkert viðnám veitt. Má víst telja
þetta enn eina „dásamlega sönnun fyrir öðru lífi“, enda mun frú Mar-
grét vera búin mörgum þeim kostum og hæfileikum sem „góðum“
miðlum eru nauðsynlegir. Þeir hafa heldur ekki látið sig án vitnisburðar,
svosem í himneskum kaffihitunum og feluleik uppvakninga eða því að
láta Erlend í Unuhúsi dauðan vera í ýmsu snatti kringum sig og aðra.
Það mun samt flestum sem þekktu hann, þá hann lifði, þykja heldur
ótrúlegt. En eftir að hafa heyrt um þessa snúningalipurð andanna vekur
það undrun að þeir tóku ekki af frú Margréti það ómak að fara suður að
Vífilsstöðum og sitja þar lengi dags, bíðandi eftir færi til að má nafn
Guðbjargar Þórbergsdóttur úr gestabókinni.
Svo grandvar er Þórbergur nú við heilsuvernd frú Margrétar að hann
hætti gersamlega að skipta sér nokkuð af dóttur sinni. Hann hefur ekki
talað við hana, ekki sent henni bækur sínar, og ekki heldur átt á hættu
að láta útgefendurna gera það.
Ef drottinn setur slíkan mann ekki yfir mikið, þegar hann kemur þar
í sveit, hlýtur að vera fals í kenningunni um þá sem eru trúir yfir litlu.