Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 72
72 TMM 2008 · 1
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
tíðindum sætti, Nóbelsverðlaunahöfundurinn J.M. Coetzee, kom lengst
að. Ásamt erlendu höfundunum tóku íslenskir höfundar þátt í hátíðinni
auk handfylli af forleggjurum, þýðendum og öðrum þátttakendum í
evrópskum bókabransa.
Bókmenntahátíð í Reykjavík er lítil hátíð. Í samanburði við bóka-
messur og festivöl stórþjóða sem sumir gagnrýnendur hátíðarinnar
báru hana saman við er hún næstum því ósýnileg. Bókamessan í Gauta-
borg þar sem undirritaður þekkir best til er til dæmis ekki nema miðl-
ungsmessa á alþjóðlegan mælikvarða – þó kæmist Bókmenntahátíðin í
Reykjavík auðveldlega fyrir í einum af þeim 40–50 fyrirlestrasölum sem
lagðir eru undir dagskrá hennar, og þá er ekki reiknað með þeim mörg
þúsund fermetrum sem fara undir kynningarbása, réttindasölu, bóka-
kynningar og stór og lítil svið. Það hvarflaði raunar að mér þegar
umræðan um Bókmenntahátíð stóð sem hæst að kannski væri ráð að
senda suma gagnrýnendur hátíðarinnar til Gautaborgar á næsta ári.
Þegar maður stendur andspænis þeirri ofboðslegu ofgnótt af bókum,
bókakynningum og auglýsingum sem þar er að finna má bregðast við að
minnsta kosti á tvo vegu. Annars vegar er hægt að setja upp fýlusvip og
tauta eitthvað geðvonskulegt um markaðssetningu, hinsvegar getur
maður fyllst gleði yfir því að bækur skuli draga mörg þúsund manns á
einn stað og að þessi þúsund manna skuli draga heim með sér nýjar
bækur í pokavís.
En það er ekki ætlun mín að rifja upp deilur um bókmenntahátíð.
Bókmenntahátíð í Reykjavík er ekki og á ekki að vera kaupstefna, enda
efast ég um að þar séu gerðir margir samningar um útgáfu eða sölu
bóka. Á hinn bóginn finnst mér fyllsta ástæða til að setja spurningar-
merki við sumt í vali á höfundum og ekki síður viðtökur sumra þeirra
höfunda sem komu hátíðina. Það er gleðilegt að á Bókmenntahátíð sé
boðið höfundum fræðirita og bóka „almenns efnis“. En það var í meira
lagi undarlegt að fylgjast með því hvernig stór hluti umfjöllunar um
hátíðina fór undir gagnrýnislausa umfjöllun um bók Hirsi Ali og viðtöl
við hana. Málflutningur Ali virtist gefa mönnum kærkomna afsökun til
að níða niður menningu heils menningarheims í skjóli þess að þeir væru
að taka undir með konu sem reynt hefði kúgun íslams á sjálfri sér.
Í tengslum við hátíðina kom út töluverður fjöldi vandaðra þýðinga.
Margar áttu það sameiginlegt að hafa notið mikillar hylli lesenda og
gagnrýnenda einkum í Evrópu. Þetta voru skáldsögur eins og Mæling
heimsins eftir Daniel Kehlmann, Hermaður gerir við grammófón eftir
Sasa Stanisic og Skáktyrkinn eftir Robert Löhr sem allar koma frá
Þýskalandi; skáldsögur dönsku rithöfundanna Mortens Ramsland og