Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 73
TMM 2008 · 1 73
Í f r á s ö g u r fæ r a n d i
Kirsten Hamman. Hundshaus og Frá gósenlandinu komu einnig út í
þýðingum, sem og Hótel Borg eftir ítalska Íslandsvininn Niccola Lecca
og fleiri mætti nefna. Auk þess að teljast til þess geira fagurbók-
menntanna sem náð hefur hylli út fyrir hóp almestu bókmenntaunn-
enda eiga þessar bækur sameiginlegt að höfundar þeirra eru ungir að
árum.
Nokkrir þeirra höfunda sem komu á bókmenntahátíð skrifa á öðru
máli en fyrsta máli sínu eða eru innflytjendur. Þetta á til dæmis við um
bosnísk-þýska rithöfundinn Sasa Stanisic og stórgóða bók hans Her-
maður gerir við grammófón sem kom út í þýðingu Bjarna Jónssonar. Þá
var eftirminnilegt að hlýða á Svíann Jonas Hassen Khemiri lesa upp í
Iðnó en hann á rætur í arabískri, franskri og sænskri menningu sem
vefast saman bæði í stíl verka hans og efnistökum.
Höfundar með annan bakgrunn en norrænan eru farnir að setja svip
á bókmenntir hinna Norðurlandanna, bráðum hlýtur að koma að okkur.
Þýðing Guðmundar Andra Thorssonar á skáldsögu hinnar ensk-úkra-
ínsku Marinu Lewycku, Tveimur húsvögnum, vakti mig til umhugsunar
um þetta. Sagan er hópsaga af erlendum farandverkamönnum í Eng-
landi og þar ægir saman ótal afbrigðum af ensku. Þessum framandleika
tekst Guðmundi Andra að miðla í íslensku þýðingunni, en það er langt
í frá sjálfsagt mál. Við eigum fáar fyrirmyndir að því hvernig íslenska
með hreim eða íslenska annarra en þeirra sem hér eru fæddir og upp-
aldir hljómar. Með þýðingunni leggur Guðmundur Andri drög að því
að stækka íslenskuna sem bókmenntamál, verkefni sem annars bíður
innflytjendahöfunda.
Undanfarin ár hef ég skrifað greinar áþekkar þessari þar sem meg-
ináhersla hefur verið lögð á skáldsögur. Og undanfarinn aldarfjórðung-
ur í íslenskum bókmenntum hefur óumdeilanlega einkennst af sterkri
stöðu skáldsögunnar. En það hefur verið viðkvæði flestra sem fjallað
hafa um jólabókaflóðið 2007 að lítið hafi borið á skáldsögum en þeim
mun meira hafi komið út af áhugaverðum ljóðabókum. Og það má til
sanns vegar færa að óvenju mikið kom út af góðum ljóðabókum á síðasta
ári. Frumraun Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blótgælur, var til dæmis
áhugaverð og stórvirki Eiríks Arnar Norðdahl, Þjónn það er fönix í ösku-
bakkanum mínum, er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um mögu-
leika nútímaljóðlistar. Af hefðbundnari ljóðabókum má nefna Blysfarir
Sigurbjargar Þrastardóttur, ágenga bók og berorða og síðast en ekki síst
Höggstað Gerðar Kristnýjar, órækan vitnisburð þess að nútímaljóðið er
ennþá ýmislegs megnugt.