Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 80
80 TMM 2008 · 1
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
gleymir stakknum sínum. Í
grimmdarfrostinu í Djúp-
inu verður þessi andartaks-
gleymska honum að fjör-
tjóni. Þannig er skáldskap-
urinn hættulegur, hann
dregur huga manna frá lífs-
baráttunni, frá fiski og veðri.
En einmitt þess vegna elska
strákurinn og Bárður bækur
og það sem þær geyma –
þetta er þversögn sem ekki
er leyst úr í sögunni.
Himnaríki og helvíti er
að sögn fyrsta bindi í bálki
skáldsagna, það er mikið
tilhlökkunarefni. Jón Kal-
man hefur í þessari bók
smíðað stórbrotið svið fyrir
mikla skáldsögu í anda meistara sinna hinna stóru norrænu raunsæis-
höfunda. Hún er enn eitt dæmið um það hversu mikill lífskraftur leynist
í arfi raunsæisins eftir umbrot póstmódernismans. Það er sama hvort
litið er til sögusviðs, stíls eða yrkisefna, allt ber að sama brunni.
Sögusvið Himnaríkis og helvítis, Ísafjörður undir lok 19. aldar, kall-
ast á við upphaf og raunar endi hinna miklu skáldsagna Kristínar Marju
Baldursdóttur um Karitas. Óreiða á striga sem kom út nú í haust er
framhald skáldsögunnar Karitas án titils sem kom út árið 2004. Í þeirri
sögu var lýst lífshlaupi listakonunnar Karitasar frá barnæsku, námi
hennar í Kaupmannahöfn, hjónabandi á Borgarfirði eystra og loks dvöl
í Öræfunum þar sem við skildum við hana þegar hún var að ná sér eftir
langt þunglyndistímabil.
Óreiða á striga er sjálfstætt framhald, það sést meðal annars á því að
hér er skipt um frásagnaraðferð. Í fyrri bókinni var sagt frá lífshlaupi
Karitasar í þriðju persónu en hún lýsti sjálf verkum sínum í stuttum
köflum sem fleyguðu frásögnina. Í þessari bók hefur dæmið snúist við,
Karitas segir sjálf frá lífi sínu í fyrstu persónu en verkunum er lýst á
greinandi og lýsandi hátt í texta sem gæti verið skrifaður af listfræðingi.
Þróun Karitasar sem listamanns endurspeglar listasögu tuttugustu
aldar, ferill hennar skiptist í nokkur skeið, stundum tileinkar hún sér
það sem er efst á baugi í evrópskri samtímalist, en hún er ekki bara
Kristín Marja Baldursdóttir.