Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 92
92 TMM 2008 · 1
K r i s t í n B j a r n a d ó t t i r
Jöfnur eins og þær sem sýndar eru hér að framan, þar sem lausnir
verða að vera heilar tölur, eru ævagömul viðfangsefni. Þær eru kenndar
við Grikkjann Díofantus frá Alexandríu sem var uppi á 2. öld e.Kr. og er
talinn upphafsmaður algebru. Díofantískar jöfnur hafa löngum þótt erf-
iðar viðfangs en nokkuð hefur þokast áfram við lausnir þeirra á seinni
tímum.
Lausn gátu stöfunarbarnsins
Sé nú sömu lausnaraðferð beitt við gátu stöfunarbarnsins, þar sem önd
kostar 1/2 alin, álftin 2 álnir en tittlingurinn 1/10 úr alin og finna á 30
fugla fyrir 30 álnir, má telja saman:
1 álft og 2 endur eru 3 fuglar fyrir 3 álnir.
9 álftir og 10 tittlingar eru 19 fuglar fyrir 19 álnir.
Þá þarf að finna a og b þannig að
a·3 + b·19 = 30
Talan 19 er fremur óþægileg í þessu samhengi og engin heiltölulausn
er í sjónmáli. Þá er reynt að tvöfalda skammtinn:
a·3 + b·19 = 60
Nú bregður svo við að 1·3 + 3·19 = 60
Lagt saman:
1 álft og 2 endur eru 3 fuglar fyrir 3 álnir.
3·9 álftir og 3·10 tittlingar eru 57 fuglar fyrir 57 álnir,
Alls 28 álftir, 2 endur og 30 tittlingar fást fyrir 60 álnir svo að
14 álftir, 1 önd og 15 tittlingar fást fyrir 30 álnir.
Þessari lausn ber vel saman við lausnina sem fylgir gátunni og er í
bundnu máli. Hún hljóðar svo:
Álptir fjórtán eru hér til,
og einum titling fleira,
á einni gjöri eg önd þér skil,
ekki færðu meira.
Björn Gunnlaugsson sýnir í handriti sínu formlegri aðferð við lausnina
en aðferð Leonardos, en engan veginn jafn aðgengilega fyrir hinn
almenna lesanda.
Þessi litla saga af lítilli gátu segir margar sögur í einni. Hún greinir frá
því hvernig gátur og þrautir lifa öldum saman, breyta um mynd, berast
á milli landsvæða og heimshluta og aðlagast menningu á hverjum stað.
Ýmislegt barst til Íslands og lifir með þjóðinni þótt leiðir þess til lands-