Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 94
94 TMM 2008 · 1
Bjarni Klemenz
Deleríum Klemenz
Ég geng eftir Champs-Elysées í mígandi regni, klára meskalínið og
horfi á Eiffelturninn sveigjast til móts við skýjabakka, fylgist með
honum dáleiddur um stundarsakir þar til hann rennur saman við
úrkomuna, verður rósfingraður, móskugrár og lengri og þegar
sólin gægist á milli skýjanna varpar hún regnbogaslikju á turninn;
ljósagnir sindra frá honum og á einu sekúndubroti skýst Eiffel-
turninn upp af yfirborðinu og þaðan í gegnum gufuhvolfið og
dregur á eftir sér lýsandi hjúp sem geislar safnast í.
Ég arka nokkur skref áfram þar til ég fæ óvænt hnefahögg í
andlitið, silkihanska. Undir honum leynist kristall sem er líka
steinn: Demantshnefi. Fell jafnóðum í götuna, stend ringlaður á
fætur og skynja hvernig óvæntur kraftur gagntekur mig allan
endurnýjaðan: 444777999 wolt af úranuskrafti. Skima svo í
kringum mig í leit að spegilmyndinni og kem auga á hana í svartri
rúðu Benzbifreiðar; ég er breyttur en síður en svo fallegri, heldur
massaðri og gígantískari, ekki ósvipaður svartholi að umfangi og
kominn með gulan lit í mosagrænu augun sem glóa líkt og ég hafi
þambað heila hákarlalýsisflösku. Á meðan vöðvarnir þrútna og
fötin rifna utan af búknum öskra ég svo hátt að hátíðnihljóð smýg-
ur inn um gluggana á háhýsunum sem springa í tætlur og lenda á
borgarbúum og vökvinn sem rennur úr höfuðkúpum þeirra er í
öllum kjarnorkulitum og hávaðinn er svo altækur að það er engu
líkara en kristalborg sé að hrynja til grunna. Á sama tíma finn ég
hvernig öll svörtu hliðarsjálf mín sameinast í einn Deleríum svo úr
verður Klemenz – Deleríum Klemenz – og Parísarbúar hlaupa
undan mér, því þeir sjá þann sem var ritskoðaður burt úr Opinber-
unarbókinni og mun jafna París við jörðu. Borgarbúar eru ofur-