Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 96
96 TMM 2008 · 1
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Jónasarár, Jónasarfár
Jón Runólfsson, staðarhaldari í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, stakk upp á því að
ljúka samkomunni sem haldin var þar á 200 ára afmælisdegi Jónasar Hall-
grímssonar með því að syngja „Nú árið er liðið“. Það hefði verið við hæfi. Fjöl-
margt var gert til að minnast Jónasar af þessu tilefni, ekki bara á afmælisdeg-
inum sjálfum, 16. nóvember 2007, Degi íslenskrar tungu, heldur allt árið um
kring. Til var í dæminu að menn óttuðust að þjóðin fengi nóg af Jónasi, myndi
kannski alveg hætta að elska hann, en svo virðist alls ekki hafa farið. Enda
yrkir hann á máli sem er enn svo bráðlifandi að kvæðin gætu vel verið ort á
síðasta áratug.
Meðal þess sem kom út á árinu var Jónas Hallgrímsson – Ævimynd eftir
Böðvar Guðmundsson rithöfund sem gefin var öllum nemendum í 10. bekk á
landinu á afmælisdaginn. Þetta er bók í nettu broti og ljósbrúnu bandi, 254
síður, gefin út af Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal. Undir stjórn Böðvars
kom líka út Landet var fagert, önnur nett bók en nú í rústrauðu bandi, með
þýðingum Sørens Sørensen á 20 úrvalsljóðum Jónasar á dönsku. Útgefandi er
Dansk-Islandsk Samfund og Matthías Johannessen skrifar inngang um Jónas
og Fjölnismenn. Hér eru mörg þekktustu kvæði Jónasar, m.a. Gunnarshólmi,
Ásta, Ég bið að heilsa, Dalvísa, Ferðalok og Ísland.
Í haust gaf Hið íslenska bókmenntafélag út Undir Hraundranga, úrval rit-
gerða frá 19. til 21. aldar um Jónas Hallgrímsson, undir ritstjórn Sveins Yngva
Egilssonar. Þar eru 26 ritgerðir eftir jafnmarga höfunda, allt frá Konráð Gísla-
syni og Hannesi Hafstein til Jóns Karls Helgasonar. Tímaritin létu ekki sitt
eftir liggja. Þetta tímarit helgaði Jónasi bæði fyrsta og síðasta hefti ársins með
greinum, ljóðum og viðtali við Dick Ringler, þýðanda Jónasar á ensku; í haust-
hefti Skírnis birtust tvær greinar um Jónas; Andvari birti þrjár greinar; Hrafna-
þing, tímarit gefið út af Kennaraháskóla Íslands, og Skíma, málgagn móð-
urmálskennara, helguðu Jónasi hefti. Gaman er líka að geta um ljóðabókina Í
sumardal þar sem átta konur yrkja ljóð til heiðurs skáldinu og gefa út sjálfar.
Inga Guðmundsdóttir á þar þessi „Litbrigði“: