Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 104
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
104 TMM 2008 · 1
Fyrir þá sýningu gáfu fjórir annálaðir myndlistarmenn, Finnbogi Pétursson,
Finnur Arnar Arnarson, Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir, sig á vald
þagnar og unnu listaverk þess efnis. Öll hafa þau ólíka nálgun til viðfangsefn-
isins, en markmiðið er sameiginlegt: Að skapa vettvang þar sem þögn ríkir.
Sýningarstjóri: JBK. Ransu.
Frá 13.3. til 27.4. ætlar Sigurður Guðmundsson að sýna um 20 stór ljós-
myndaverk sem hann kallar Mállausa kjarna. Verkin hafa ekki verið sýnd áður
en þau eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980.
Umfangsmesti viðburður á dagskrá Hafnarhússins í ár er á Listahátíð í
Reykjavík. Þá verður húsið virkur og lifandi vettvangur þar sem nýstárlegt vís-
inda- og listamaraþon fer fram undir sýningarstjórn Hans Ulrichs Obrists frá
Serpentine Gallery í London og Ólafs Elíassonar undir heitinu Experiment
Marathon Reykjavík. Viðburðurinn stendur frá 15. maí til 17. ágúst.
Á Kjarvalsstöðum er hafin sýning á verkum hins óviðjafnanlega færeyska
málara Sámal Joensen-Mikines (1906–1979) sem stendur til 6. apríl. Hann var
fyrstur færeyskra málara til að hafa myndlist að atvinnu og fyrstur að hljóta
viðurkenningu fyrir list sína á erlendri grund. Staða hans sem brautryðjanda
og fyrirmynd yngri listamanna er svipuð og staða Kjarvals í íslenskri myndlist.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Á sama stað og jafn lengi eru til sýnis
nokkrar höggmyndir Nínu Sæmundson (1892–1965) úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig bjó lengst
af vestan hafs og vann þar mörg opinber verkefni, meðal annars höggmyndina
Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York.
19. apríl hefst Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2008 sem nú verður á
Kjarvalsstöðum og stendur til 1. maí. Listahátíðarsýningin í húsinu heitir
löngu og virðulegu nafni á ensku: Dreams of the Sublime and Nowhere in
Contemporary Icelandic Art (Draumar um hið háleita og staðleysuna í íslenskri
samtímalist) og stendur frá 17. maí til 10. ágúst. Þetta er samsýning íslenskra
listamanna sem byggir á ólíkum hugmyndum um náttúruna sem fyrirbæri í
ljósmynda- og vídeólist og spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttug-
ustu aldar til innsetninga sem ungir og þekktir íslenskir listamenn hafa gert.
Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin kemur frá Bozar í Brussel og
meðal þátttakenda má nefna Halldór Ásgeirsson, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein
Friðfinnsson, Gjörningaklúbbinn, Ragnar Kjartansson, Kristján Guðmunds-
son, Ólaf Elíasson, Olgu Bergmann, Spessa og Steinu Vasulka.
Í ár á Hafnarfjarðarkaupstaður aldarafmæli og velvildarmenn bæjarins ættu
að fylgjast vel með fjölbreyttum hátíðahöldum í tilefni af því. Í Hafnarborg
rekur hver sýningin aðra úr safneign og á verkum hafnfirskra listamanna, og
kvikmyndasafnið dýrmæta ætlar að sýna myndir úr merkri sögu kvikmynda-
húsanna í Firðinum. Sýningar þar eru sem fyrr á þiðjudagskvöldum kl. 20 og
laugardögum kl. 16. Dagskránni má fylgjast með á www.kvikmyndasafn.is.