Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 105
TMM 2008 · 1 105
M y n d l i s t
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Hvítasunnudagar
Það verður áhugavert að fylgjast með hver þróunin á eftir að verða í safnamál-
um á Íslandi nú þegar bankar og stórfyrirtæki eru ekki aðeins orðin ómissandi
hlekkur í rekstri opinberra menningarstofnana ásamt ríki og borg heldur eru
farin að keppa við söfnin um menningarverðmætin. Innkoma fjársterkra
einkaaðila, fyrirtækja og fjármálastofnana, á listaverkamarkaðinn hefur haft
þau áhrif að listasöfn á Íslandi eru komin í þá stöðu sem erlend listasöfn hafa
verið í lengi, að eiga nánast enga möguleika á að keppa við einkasafnara á upp-
boðum um lykilverk sem margir myndu telja að væru best geymd á opinberum
söfnum, ef hlutverk þeirra og markmið eru höfð í huga.
Á þetta er drepið í tilefni af því að það „hefur komið í ljós“, eins og það var
svo skemmtilega orðað á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur í lok síðasta árs, að
málverkið Hvítasunnudagur eftir Kjarval, sem kom í leitirnar öllum að óvörum
á síðasta ári og var í framhaldinu falt á uppboði í Kaupmannahöfn, lenti í
höndunum á Landsbanka Íslands, sama banka og eignaðist „alveg óvart“
úrvalssafn eldri verka íslenskra listamanna, sem bankinn átti reyndar fyrir, en
voru í eigu þjóðarinnar eins og bankinn sjálfur þegar hann var einkavæddur.
Nú hefur enginn neitt á móti því að Landsbanki Íslands eigi og kaupi íslensk
listaverk, þvert á móti, en staðan sem kom upp þegar verk Kjarvals kom í leit-
irnar hefur, að ég held, ekki oft komið upp áður á Íslandi ef nokkurntíma. Verk
íslenskra myndlistarmanna hafa hingað til ekki verið sérstaklega eftirsótt af
öðrum en Íslendingum og fáir hafa fram að þessu séð ástæðu til að bjóða stór-
ar fjárhæðir í íslensk menningarverðmæti á uppboðum, svo í raun hafa söfnin
líklega aldrei áður verið í alvöru samkeppni og alltaf getað eignast þau verk
sem þau hafa viljað á viðráðanlegu verði – þar til nú.
Það er þó tæplega hægt að segja að það sé alveg nýtt að íslensk listasöfn eigi
í erfiðleikum með að keppa um verk á markaði, þótt það hafi ekki háð þeim
sérstaklega hingað til þegar um er að ræða verk eftir innlenda listamenn.
Skortur á samkeppnishæfni er til dæmis ein meginástæða þess hve bæði
Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga lítið af verkum eftir erlenda
listamenn. Þau hugleiða ekki einu sinni að eignast verk eftir þá sem sýna á
Íslandi vegna þess að fjárhagurinn rétt dugar fyrir kaupum á innlendum verk-
um. Þessi fullyrðing er byggð á þeirri staðreynd að listasöfnin hafa sjaldan eða
aldrei keypt verk af erlendum listamönnum – ekki einu sinni þeim sem hingað