Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 107
TMM 2008 · 1 107
M y n d l i s t
fara að því að halda áfram að byggja upp safneign sína? Munu þau geta haldið
áfram að kaupa verk á listaverkamarkaði eða þurfa þau að hugsa söfnunar-
stefnu sína upp á nýtt? Ætla þau að treysta á samstarf við listamenn sem vilja
frekar skipta við opinberar stofnanir til að tryggja sjálfum sér ákveðinn sess í
sögunni, munu þau snúa sér að framleiðslu verka, sem er dýrt í framkvæmd,
einbeita sér að „illsafnanlegum“ verkum sem markaðurinn vill ekki eða þurfa
þau að hætta að kaupa inn? Og hvað verður síðan þegar ríku einkasafnararnir
ákveða að opna sín eigin söfn, sem ólíkt Safni Péturs Arasonar munu ekki hafa
neina þörf fyrir opinbera styrki? Við heyrum reglulega orðróm um að slíkt sé
í bígerð og eigum því eflaust eftir að sjá fleiri og varanlegri einkasöfn rísa í
nánustu framtíð. Einhverjum gæti dottið í huga að segja að slík einkasöfn
myndu aðeins styrkja söfnin sem fyrir eru – en það gæti reynst erfitt þar sem
opinberu söfnin verða sífellt háðari einkafjármagninu sem þau eru þá komin í
samkeppni við.
Kannski við eigum eftir að sjá opinberu söfnin verða einkavædd, en á meðan
slíkt er ekki í umræðunni hafa þau ennþá það forskot á auðmennina að búa yfir
betri sérþekkingu sem gerir þeim kleift að gera tryggari spá fyrir framtíð list-
arinnar – og þótt það sé aðeins spá er hún ekki minna virði en spámennskan
sem stunduð er á verðbréfamörkuðum. Þegar auðmennirnir átta sig á þessu er
eins gott fyrir opinberu stofnanirnar að vera viðbúnar, því þá fyrst verður sam-
keppnin um menningarverðmætin orðin þeim raunverulega óhagstæð.
P.s. Þau leiðu mistök urðu í grein sem ég skrifaði í síðasta hefti TMM að rangt var
farið með nafn Kára Páls Óskarssonar, upprennandi fagurfræðings, og hann nefnd-
ur Dagur Kári Óskarsson alveg upp úr þurru.