Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 108
108 TMM 2008 · 1
L e i k l i s t
Arndís Þórarinsdóttir
Leikhús – lúxús listunnandans
Það lætur nærri að ein atvinnuleiksýning hafi að meðaltali verið frumsýnd í
viku hverri árið 2007. Gróskan er mikil, bæði hjá sjálfstæðu hópunum og stofn-
analeikhúsunum, og metnaðurinn sömuleiðis.
Sá fyrirvari skal gefinn strax í upphafi að yfirlit þetta snýr einvörðungu að
leiklistinni á suðvesturhorni landsins, sökum þeirrar pínlegu staðreyndar að
sú sem hér lítur um öxl sá enga sýningu Leikfélags Akureyrar á árinu. Grátlegt,
enda er LA það stofnanaleikhús sem mest gleði og spenna hefur verið í kring-
um undanfarin ár.
Þegar litið er til baka virðist leikárið einkennast að nokkru leyti af verkum
sem hverfast um mikil persónuleg uppgjör – geðverri rýnir gæti talað um
melódrama – sem verða persónunum jafnvel að fjörtjóni. Hilmir Snær Guðna-
son og Elva Ósk Ólafsdóttir bárust á banaspjót í Hjónabandsglæpum, Ingvar E.
Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir engdust yfir 15 ára gömlum harmleik í Yfir-
vofandi – harmleik sem var raunar náskyldur þeim sem Atli Rafn Sigurðarson
og Katla Margrét Þorgeirsdóttir tókust á við í Óhappi! Edda Arnljótsdóttir var
svo aftur að kljást við innstu rök hjónabandsins ásamt Baldri Trausta Hreins-
syni í Konunni áður.
Af þessum fjórum verkum, tveimur íslenskum og tveimur erlendum, var
Óhapp! áhugaverðast. Skáld reyna stöðugt að túlka samskipti manneskjunnar
við nútímann og það tókst Bjarna Jónssyni í þessu verki þar sem hversdagsleik-
inn og sjónvarpssalur renna saman á furðulega átakalausan hátt. Helsta van-
smíð verksins var kannski sú sem sneri að melódramanu, en byggingin, ádeil-
an og ekki síst textinn voru ákaflega vel heppnuð.
Það var þess vegna furðulegt að sjá leikara sem stóðu sig með ágætum í
Óhappi! takast á við svipaða hluti en með mun síðri árangri í fjölmiðlarevíunni
Hér & nú sem Sokkabandið setti upp í Borgarleikhúsinu. Í Óhappi! var yfir-
borðsmennskunni stillt upp gegn eiginlegum tilfinningum, en í Hér & nú var
yfirborði fjölmiðlanna lyft í heilu lagi upp á svið og engu bætt við. Auðvitað
var Lúkasarfárið stórmerkilegt fyrirbæri, en svo mikið var talað um það síð-
sumars og um haustið 2007 að eflaust taka fáir gestir Borgarleikhússins það til
sín, næstum hálfu ári síðar. Borgarleikhúsið á engu að síður hrós skilið fyrir að
bjóða sjálfstæðum leikhópum skjól á Litla sviðinu, þannig ná sýningar þeirra
eflaust fleiri augum en annars hefði verið.