Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 109
TMM 2008 · 1 109
L e i k l i s t
Gerður var góður rómur að Yfirvofandi eftir Sigtrygg Magnason sem var
sýnt á heimili höfundarins við Lokastíg. Þar var umfjöllunarefnið hið sama og
í Óhappi! – barnið sem dó og parið sem varð eftir. Eitthvað á annan tug áhorf-
enda sat í stofuhorninu og horfði á leikara í fremstu röð miðla sárum tilfinn-
ingum persónanna. Sviðsetningin hæfði verkinu vel – nálægðin var svo mikil
að hún var óþægileg, sem rímaði ágætlega við það hvað þessar miklu, ljótu til-
finningar, sem höfðu grafið um sig í sálardjúpum persónanna, voru óþægileg-
ar. Gallinn var bara sá að það var erfitt að skilja af hverju þetta fólk var þarna
saman á annað borð. Það er erfitt að trúa því að hjón geti lifað hverja mínútu á
hverjum degi, árum og áratugum saman, í rammgerðu minningafangelsi sem
þau gæta sjálf. Uppgjörið hefði löngu átt að hafa farið fram, hjónabandið rofn-
að eða einhvers konar sáttum náð. Textinn sjálfur skapaði fjarlægð, var upp-
hafinn og bókmálslegur, og það hæfði þessari ýktu nálægð illa. Tilraunin var
vel makleg, engu að síður.
Menn voru líka svakalega á tauginni í Hjónabandsglæpum Erics-Emmanu-
els Schmitt, þó að þar væri að vísu ekkert barnslík í fortíðinni. Hilmir Snær og
Elva Ósk æptu hvort á annað og æddu um sviðið eins og dýr í búri. Þar var
margt vel gert – margir fletir hjónabandsins teknir til skoðunar – ekki síst þeir
sem ekki er oft rætt um – en verkið var tveggja tíma langt uppgjör. Fantavel
leikið, en dálítið þreytandi til lengdar.
Rýnirinn varð standandi hissa þegar komið var út af Konunni áður eftir Rol-
and Schimmelpfennig í Þjóðleikhúsinu og þeir sessunauturinn reyndust hafa
litið verkið furðu ólíkum augum. Annar var á bandi eiginkonunnar sem Edda
Arnljótsdóttir túlkaði, hinn tálkvendisins í meðförum Eddu Bjargar Eyjólfs-
dóttur. Það var svo ekki fyrr en að bílferðinni heim lokinni sem spurningar
vöknuðu um það að skipta sér í lið með konunum tveimur en láta sér fátt finn-
ast um karlaumingjann sem þær bitust um. Að einhverju leyti eru þessi við-
brögð innbyggð í verkið, en að hluta til má kenna Baldri Trausta Hreinssyni
um. Vingulsháttur persónu hans gerði endi verksins ótrúverðugri en hefði
þurft að vera. Í þessari sýningu var líka mikið gargað og allt var lagt undir. Eins
og hinar sýningarnar sem tíndar hafa verið til var leikurinn þó almennt til
mikils sóma.
Sú sýning sem kom undirritaðri kannski mest á óvart var sú sem var heiðruð
umfram aðrar á Grímu-hátíðinni – Dagur vonar. Gamalt íslenskt verk, sett upp
af lítt reyndum leikstjóra, og hljóðin sem bárust frá Nýja sviði Borgarleikhúss-
ins meðan á æfingum stóð bentu til þess að leikararnir öskruðu meira og
minna allan tímann. Það var ákaflega gleðilegt að komast að því að innistæða
var fyrir megninu af öskrunum. Þó að það sé tæpast lengur hið heilaga gral
innan margra Reykjavíkurfjölskyldna að fá birtingu í TMM virtist efni verks-
ins samt ferskt og samskipti persónanna voru bráðeldfim. Rúnar Freyr er sér-
staklega eftirminnilegur í hlutverki Reynis, hann hefur sjaldan gert betur.
Raunar var leikarahópurinn traustur og höfðu allir náð feikngóðum tökum á
persónum sínum undir árslok.
Það var vel gert við börn árið 2007 – bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið