Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 116
116 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
greinir frá því þegar hann kemur sem ungur maður til Reykjavíkur frá lands-
byggðinni í fyrsta sinn í þeim tilgangi að komast að uppruna sínum, sem
honum þykir ansi þokukenndur. Hann byrjar á að spyrja eldri menn út í for-
tíðina og rekur það sem þeir segja honum. Bókin hefst með öðrum orðum í
nútímanum og rekur sig aftur í fortíð, eftir því sem fram vindur rannsókn
þessa sögumanns sem segir „ég“. Hann hittir gamlingja að nafni Jón Hansen
sem segir honum frá fortíðinni, en Jón þessi er óáreiðanlegur leiðsögumaður
því hann er með svokallað skolpminni. „Í því fljóta á yfirborðinu leifar af hinu
liðna innan um óskhyggju og viðhorf samtímans“ (bls. 47). Það er því ekki
hægt að treysta á hann til að lýsa í gegnum ætternisþokuna. Hins vegar skyldi
ekki hafna frásögn hans með öllu, því „Saga manns er öðruvísi en áþreifanleg-
ur hlutur sem hægt er að vega og meta eftir settum reglum. Hún er auk þess
aldrei heil eða fullkomin, og síst af öllu getur hún verið sönn. Vegna þess að því
lengur sem leitað er verður sannleikurinn ótrúlegri og gruggugri. Eins er það
með fortíðina, hún verður ógagnsæ en aldrei tómur uppspuni“ (8).
Úr saurugu minni sínu veitir Hansen þessi meðal annars þeim upplýsingum
að stór hluti Íslendinga sé í raun kominn af dönskum bakara að nafni Fiole,
sem bjó í húsi nokkru við Fjólugötu (sem samkvæmt sögu Guðbergs er kennd
við bakara þennan) á meðan landið var enn dönsk nýlenda, og stundaði það að
fleka íslenskar konur á meðan mennirnir þeirra voru á sjó; sonur hans, Fiole
júnior heldur síðan uppteknum hætti þegar hann hefur tekið við brauðgerð-
inni. Hér er verið að lýsa fyrsta tímabili skáldsögunnar, því tímabili í sögu
Íslands nútímans sem einkennist af dönskum áhrifum; tímabili sem lýkur með
eftirminnilegum hætti í sögunni, þegar Fiole-fjölskyldan ákveður að yfirgefa
þennan útkjálka sem nefnist Ísland og makar húsið sitt út í rjóma, sykri, saft
og drullu þegar hún fer. Og Íslendingar koma og sleikja utan veggi hússins,
enda synd að láta alla munaðarvöruna fara til spillis. Já, þessi skáldsaga getur
verið hálf-hryllileg í vægðarlausri ádeilu sinni.
Síðan líður textinn inn í sögulegan skáldveruleika Reykjavíkur millistríðs-
áranna, frásögn sem er einhvers konar skáldskapur inni í skáldskapnum og
sögumaðurinn hverfur alveg. Sagan er sinn eigin heimur. Freistandi væri að
segja þetta heim sem eitt sinn var nýr en er nú spilltur, líkt og t.d. sagnaheimur
Gabriels Garcia Marquez sem Guðbergur hefur miðlað til Íslendinga, en að
manni læðist líka sá grunur að heimurinn sem hér er sagt frá hafi kannski
alltaf verið spilltur.
Þýsk kona að nafni Sophie Knorr flyst inn í hús bakarafjölskyldunnar
nokkrum áratugum eftir að Fiole-fólkið er stungið af, og tímabil þýskra áhrifa
hefst. Knorr þessi er drífandi kona, stofnar kvenfélag og hampar lækningar-
mætti keytu við ýmsum kvillum. En sem þessu tímaskeiði þýskra áhrifa á
íslenska menningu vindur fram er áhrifa enskrar menningar einnig farið að
gæta í persónu Kristínar Ólafsdóttur, sem var við nám í Englandi, kynntist þar
verkum Virginiu Woolf og hafði persónuleg kynni af skáldkonunni. Ensku
áhrifin leysa þau þýsku hægt og bítandi af hólmi. Kristín lærði á Englandi að
nálgast tilveruna aldrei með beinum hætti, „að ganga aldrei hreint til verks eða