Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 122
122 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
„… naflastreng[inn] sem tengir mig við náttúruna, landslagið, allt. Ef hann slitn-
aði væri ég eins og flakkari, enginn staður að fara frá, enginn staður að hverfa til.“
(341)
Á ferðalaginu um Ísland nær Edda aftur tengslum við íslenskuna, og frásögnin
gefur til kynna þá rómantísku og nokkuð klisjukenndu hugmynd að náttúran
eigi stóran þátt í því. Sátt líkama og sálar í þessum hluta má lesa sem áfanga á
leið Eddu til sjálfstæðis en er jafnframt til marks um að undirtextinn í bókinni
ristir ekki endilega djúpt. Það skiptir þó kannski ekki öllu þegar á heildina er
litið, því að aðrir þættir og betur heppnaðir eru miklu minnisstæðari eftir lest-
urinn: lifandi umhverfislýsingar og hversu glæsilega allri skynjun er miðlað.
Davíð A. Stefánsson
Meðvitaður dans í lánuðum búningi
Sölvi Björn Sigurðsson: Fljótandi heimur. Mál og menning, 2006.
Taktu matvinnsluvél og settu í hana fyrst af öllu Murakami, svo póstmódern-
isma, þvínæst Matrix-þríleikinn, kvikmyndina Being John Malkovich, Kafka,
Kára Stefánsson og Decode, táknaflóð dægurmenningarinnar,1 virkjanabrjál-
æðið, kapítalíseríngu menningarafkimanna, sköpunarferli rithöfundar, eðli
lestrar og síðast en ekki síst mjög, mjög, mjög mikla ást á bókum og bókmennt-
um og þá ertu kominn með ágætis byrjun að Fljótandi heimi, síðasta skáldverki
Sölva Björns Sigurðarsonar. Toppaðu svo herlegheitin með smá Murakami,
Murakami og meðvituðum Murakami.2
Sölvi Björn hefur getið sér gott orð á síðustu árum með ýmsum verkum.
Hann ritstýrði bókinni Ljóð ungra skálda (2001) og árið 2003 gaf hann út
skáldsöguna Radíó Selfoss. Sú hlaut ágætis undirtektir þótt ekki þætti hún
beinlínis höggva nýtt skarð í bókmenntadrumbinn.
Árið 2005 sveigði Sölvi af braut og gaf út einhverja efnismestu og metnaðar-
fyllstu ljóðabók síðari ára, Gleðileikinn djöfullega – rúmlega tvöhundruð
blaðsíðna ljóðabálk í þríliðahætti þar sem Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes
er endurunninn og helvíti Dantes verður Laugavegur Reykjavíkur. Tilraun
Sölva með formið heppnaðist afar vel og minnti (á jákvæðan hátt) á beljandi og
dynjandi ljóðabálka og drápur Hallgríms Helgasonar – Gleðileikurinn djöf-
ullegi verkar sumpart á mann sem ljóðræn útgáfa af skáldsögunni/kvikmynd-
inni 101 Reykjavík.
Og með Fljótandi heimi birtist annar prakkaralegur snúningur Sölva með
bókmenntaformin. Þetta er mikil og þykk skáldsagnasúpa sem er allt annað en