Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 124
124 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
aður inn í leiguvitundina fljúga setningar um hausinn á honum: „Daginn sem
Saiko villtist upp á risbjálkann var ég að spæla egg í eldhúsinu.“ (13) Með þessari
setningu myndast brú yfir í næsta kafla bókarinnar, þann sem ber númerið 1
og inniheldur fyrstu kynni Tómasar og Saiko. Bókin heldur þannig áfram eins
og krosslagðar hendur, kaflaröðin 14, 1, 15, 2, 16, 3, 17, 4 og svo koll af kolli þar
til sögusviðin tvö tengjast aftur um miðbik frásagnarinnar/í lok bókarinnar.
Hljómar sjálfsagt flókið og tilgerðarlegt svona í endursögn, en rétt að taka fram
að svo er alls ekki, sannast sagna rennur bókin ljúflega í gegn og þetta virðist
vera hinn eini rétti frásagnarmáti hennar, jafnvel þótt sögumanni ratist svo á
munn:
Hún [Saiko] trúði á hið skrifaða orð; það var hennar stóra von um að varðveita lífið
eins og það gerðist „í raun og veru“. Er það nokkru sinni mögulegt? Hefur bergmálið
einhvern tíma sama hljóm og röddin sem kallar það fram? Ég efaðist um það. Stund-
um líður mér eins og engin leið sé til að greina rétt frá. (30, leturbreyting mín)
Hérna birtist skýrt einn af kjörnum bókarinnar, hin djúpa og póstmóderníska
klemma þess höfundar/sögumanns sem er meðvitaður um afstæði eigin frá-
sagnar (gildir það ekki um alla núorðið?) – í póstmódernískum og upp-
sprengdum heimi er erfitt að segja hina réttu sögu, erfitt að vita beint hvaðan
Bruce Springsteen kemur3 og hvernig meta á Maradona4. En út úr útúrdúrnum:
þegar Tómas hefur verið skannaður inn í leiguvitundina tekur við undarlegt
ferðalag sem kallar fram hugrenningatengsl við (já) Dante og helvíti hans, en
einnig aðrar vegferðabækur, Lísu í Undralandi, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er
fantasísk hliðarveröld tákna fremur en nafna: Frá Stelpunni á Skiptiborðinu fer
Tómas til Konunnar í Móttökunni, þaðan til Kortagerðamannsins og þaðan á
Fylgihlutaverkstæðið (33–34) þar sem hann (eins og góður nútíma neysluborg-
ari) velur sér nokkra fylgihluti – svokallaðar Uppljómanir (ljóðlist í töfluformi
og vísun í Rimbaud í leiðinni), brúnt nælonbindi með þverröndum, og síðast
en ekki síst Draumritarann, en það er „pinni, ílangur, á stærð við framvinduna
í Stríði og friði.“ (163)
Eftir Fylgihlutaverkstæðið hittir Tómas Stelpuna í Mýrinni, hún fylgir
honum til Stelpunnar í Skóginum, þaðan liggur leiðin á Bókasafnið þar sem
undirmeðvitundin virðist þurfa stillingar við,5 þar hittir Tómas Drykkjaþýð-
andann. Leiðin liggur upp á fjall á stærð við Himmelbjerget þar sem Tómas sér
yfir Þjóðbraut Conans Doyle og Austen-slétturnar6, svo aftur inn í Skóginn þar
sem Verkamennirnir taka hann höndum:
Allt sem viðkemur Verkamönnunum snýst um boðskipti, eða öllu heldur skort á
þeim […] Verkamennirnir eru alls ekki jafnsaklausir og þú heldur. Þeir taka allt sem
þeir komast í, og þá meina ég allt: skissurnar þínar, þolinmæðina, einbeitinguna,
svefninn, nefndu það … Verkamennirnir eru krabbameinið í Skóginum […] Áður
en þú veist af hefur einn þeirra birst og boðið þér nudd, til dæmis, eða í grillaðan sil-
ung og Riesling-vín. Hver getur neitað því? Þannig eru Verkamennirnir. Útsmognir.
Á meðan þú hefur verk að vinna munu þeir vilja komast yfir það. (36)