Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 125
TMM 2008 · 1 125
B ó k m e n n t i r
Hér birtast raunverulegir skúrkar bókarinnar, skuggaverur sem kallast Verka-
menn, útdeila Verkalyfum og byggja hina gríðarstóru Stíflu:
Borges, Nabokov. Proust. Veggurinn er samsettur af bókum, milljónum Verka sem
raðast hvert við annars hlið. Ég hiksta, ég hugsa um Proust. Þetta er Stíflan, hindr-
unin við endimörk heimsins. Turninn rís yfir Stíflunni og byggingunni sem hún
umkringir. Gegnum æðar í stífluveggnum renna Draumarnir úr lóninu og knýja
hana áfram, líka sjálfbærri virkjun, eilífri og ótæmandi. (195–196)
Verkamennirnir virðast vísa bæði til kapítalískra úrtöluradda („hættu þessa
listabrölti og fáðu þér almennilega vinnu“) en líka til Ritstíflunnar og þeirrar
ógnar sem rithöfundum stendur af Verkum annarra („hættu að skrifa, þú verð-
ur hvort eð er aldrei jafn góður og Dostojevskí“).
Eftir nokkra refsidvöl í Turninum, þar sem Tómasi er gert að hreinsa skítug
blöð og tappa skítnum á flöskur, kemur Stelpan í Leiguvitundinni honum til
bjargar, enda er hætta á ofhitnun Leiguvitundarinnar. Endirinn er óræður og
verður ekki útskýrður hér.
Hjá því verður ekki komist að líta á Fljótandi heim sem fræðilega og heim-
spekilega skáldsögu. Það er jákvæður stimpill, enda fer hún ekki offari þannig
að lesandi lendi útá þekju. Hún er engu að síður smekkfull af vísunum í bók-
menntir, rithöfunda og heimspekinga, og öll vegferð Tómasar í gegnum undir-
meðvitundina virðist vera allegoría fyrir ferðalag rithöfundar með skáldverk
sitt frá upphafshugmynd að endapunkti, en á sama tíma er hin ímyndaða ver-
öld allegoría fyrir sjálfan lesturinn og hin ýmsu stig sem lesandi þarf að fara í
gegnum til að meðtaka skáldaða veröld hinna áprentuðu blaða, þá baráttu sem
á sér stað við lestur: „Í samstöðu sinni öðlast bækurnar merkingu sem fyllir
mig depurð. Þær lifa í sínum eigin heimi, og í hvert sinn sem ég skima yfir hill-
urnar er ég gripinn af nýrri tegund af tómleika. Sífellt meira af orku minni fer
í að knýja áfram Stífluna.“ (211)
Það er svo auðvitað hálfgerður brandari af hálfu höfundar að eftir alla veg-
ferð Tómasar í gegnum vitundarveruleikann virkjast undirmeðvitund Mura-
kamis loks að fullu þegar Tómas tekur bókina Hard Boiled Wonderland and the
End of the World eftir Murakami niður úr hillunni. Slík eru fingraför Mura-
kamis á bókinni að ekki er annað hægt en að líta á það sem meðvitaðan dans í
lánuðum búningi.
Vísanirnar eða hin lánuðu dansspor eru af margbreytilegum toga. Mikill
leikur á sér stað með nöfn persónanna. Tómas Ólafur Rúnarsson er kallaður
Toru – sama nafn ber söguhetja Norwegian Wood. Og reyndar heitir söguhetja
Wind Up Bird Chronicles Toru Okada – sem er sama eftirnafn og dr. Okada í
Fljótandi heimi. Saiko ber eftirnafnið Ishida, sem er sama eftirnafn og Reiko
Ishida í Norwegian Wood. Þegar nafnasviðinu sleppir taka hliðstæður í sam-
böndum og persónum við: Tómas og vinur hans Hallgrímur eiga í nákvæmlega
eins vinasambandi og Toru og Nagasawa í Norwegian Wood – jafnvel samband
Hallgríms við kærustu sína, Hrafnhildi, er alveg eins og samband Nagasawa