Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 129
TMM 2008 · 1 129
B ó k m e n n t i r
og af konum í skólakerfinu með fyrrnefndar ímyndir sem hálfgerðar föð-
uruppbætur. Slíkir menn vilja helst vera ábyrgðarlausir synir í samböndum
sínum við kvenfólk þar sem þeir geta látið sig dreyma. Að auki stafar umtöluð
karlmennskukreppa kannski að hluta til af gildismati í samfélaginu sem leiðir
auðveldlega til tómhyggju, sem karlar ofangreindra verka taka nær sér en kon-
urnar. Karlmenn með þessi einkenni og önnur áþekk greina ofangreindir höf-
undar með miskunnarlausum og glöggum hætti.
Tilviljanir og tómhyggja
Tilviljanir geta sagt manni að náttúran sé blind, miskunnarlaus og hafi enga
merkingu. En það má líka stundum túlka þær og gefa þeim merkingu. Hvort
tilviljanir þýði eitthvað eða ekki er algeng spurning í skáldsögum og kvik-
myndum. Til dæmis lenda karakterar sem þeir Samuel Jackson og John Tra-
volta leika í Pulp Fiction í því að ungur maður tæmir úr byssuhólki framan í
þá. Hið ótrúlega gerist að hann missir marks, og þegar þeir hafa áttað sig á að
þeir eru heilir heilsu drepa þeir manninn. Karakter Jacksons túlkar tilviljunina
sem guðlega náð og ákveður að hætta í gangsterabransanum sem reynist skref
í rétta átt. Karakter Travolta gerir grín að þeirri túlkun því hann lítur svo á að
tilviljunin hafi enga merkingu. Jafnvel þegar hann skýtur mann í bíl óvart
tekur hann það ekki sem merki um að hann eigi að hætta í bransanum, en er
svo sjálfur drepinn fyrir fáránlega tilviljun þegar brauðsneið hoppar upp úr
brauðrist og bregður stressuðum fingri sem hvílir á byssugikk. Sú tilviljun
minnir mjög á þegar hann rak sig sjálfur í byssugikkinn og skaut gíslinn í
bílnum. Sagan í Pulp Fiction segir að í það minnsta tvennt komi til greina;
1. Það geti bjargað lífi manns ef maður gefur tilviljun „rétta” merkingu, og 2.
Það geti gert út af við mann að gefa tilviljun þá merkingu að hún hafi enga
merkingu.
Í sumum verkum verður tilviljunin til að bjarga óþokkum fyrir horn, eins og
í Match point Woody Allens eða í American Psycho eftir Bret Easton Ellis. Það
að tilviljun reynist skúrkum oft best getur lagst í menn sem svo að tilveran hafi
annaðhvort enga merkingu eða slæma. Stundum er hin góða/slæma hlið tilvilj-
unarinnar í miklum jafnvægisdansi eins og í kvikmyndinni Batman. Þar eru
foreldrar Batmans drepnir af litlu tilefni og stendur til að drepa drenginn líka,
en af tilviljun bjargast hann. Þetta „kraftaverk“ í svartholsmyrkri, þar sem til-
viljunarpeningurinn féll eiginlega á báðar hliðar, setur aðalpersónuna í mik-
inn vanda upp frá því sem aðeins er til mjög öfgafull lausn á, lausn sem kostar
hann eilífa togstreitu. Allt er þetta hefðbundið umhugsunarefni þegar fengist
er við tilviljun og tómhyggju.
Í Eitri fyrir byrjendur skynjum við hversdagsleika sem er persónulegur, lif-
andi og skemmtilegur. En mitt inni í slíkum hversdagsleika, þegar maður er
einn í bílnum sínum, getur það gerst að maður keyri á barn sem rennur út á
götuna af því það er hálka á gangstéttinni. Þannig mætir lokaður notalegur
merkingarheimur merkingarlausu náttúruafli. Eitt augnablik hefur gerbreytt