Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Qupperneq 130
130 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
lífi fólks sem þarf alla tíð upp frá því að glíma við afleiðingarnar. Eftir slysið
eru bæði Halldór og Dísa haldin sjálfsásökun sem leiðir til hálfgerðs kvalalosta.
Dísa virðist vinna sig smátt og smátt í átt frá vandanum en Halldór eykur frek-
ar á hann. Ef Dísa gengur fyrir bíl í lokin, fremur en að það sé slys, þá er það
þó eftir að hafa reynt að ná til Halldórs. Hann virðist eiga erfiðara en hún með
að sætta sig við merkingarleysið og að hann þurfi sjálfur að búa til merkingu.
Hann læsist inni í vantrausti á sér og tilverunni og langar ekki að taka ákvarð-
anir heldur rekast um og leyfa heiminum að ráða sér sjálfur (bls. 134).
Eiríkur Örn skrifar um tómhyggju af einlægni og tilfinningu sem er gott og
sjálfstætt skref í áttina frá American Psycho sem hefur annars verið full áber-
andi áhrifavaldur ungra höfunda um langt skeið, til dæmis í Barnagælum Ótt-
ars M. Norðfjörð. Kaldhæðin umfjöllun um tómhyggju í texta er oft varnarvið-
bragð höfundar fremur en greining á einhverju, og verður þannig tómhyggju-
predikun. Susan Sontag virðist á svipaðri skoðun í sjötta kafla í Um sársauka
annarra. Þar stendur meðal annars:
Það hugarástand sem er lýst sem tilfinningaleysi, siðferðislegu eða tilfinningalegu
sinnuleysi, er þrungið tilfinningum; tilfinningarnar eru reiði og vonleysi. (bls.130)
Þegar Eiríkur greinir tómhyggju lýsir hann reiði og vonleysi Halldórs og Dísu
af einlægni með trúverðugum hætti. Hann nær að flétta saman krúttlegri
stemningu þar sem strákar færa indælum stúlkum morgunverð í skúffum, af
því það vantaði bakka á heimilið og greiningu á tómhyggju. Sterkasta krútt-
tómhyggjutáknið í sögunni verður væntanlega að teljast Dr. Jack Kevorkian,
góðhjartaði fjöldamorðinginn með hlýlega munnsvipinn sem gerði fólki þann
greiða að drepa það í skjóli heimilisins, umkringt ástvinum.
Lokaorð
Kannski segir sagan að þar sem tilviljanir gera lífið ófyrirsjáanlegt og merk-
ingarlaust þá séu vitsmunir einskis virði og þá sé jafngott og hvað annað að spá
í pottablóm. Og þar sem karlmaðurinn getur ekki einu sinni verið klár (ef hann
virðist vera það eins og Högni er það einvörðungu blekkingarleikur), og heldur
ekki varið konuna fyrir tilgangsleysinu, ef hann er ekki beinlínis valdur að því
sjálfur, þá hefur hann móral gagnvart henni, um leið og hann vill leita skjóls
hjá henni, vera barnið hennar. En sú nálgun gengur ekki upp, það er ekki hægt
að fela sig, og tilviljunin sviptir henni burt líka, ef maður á þá ekki beinlínis
hlut í að hrekja hana út í dauðann, kannski af því maður sagði henni sannleik-
ann. Að lokum stendur maður einn eftir drukkinn á Lækjartorgi, valdalaus og
skilningsvana mynd af karlmanninum.
Ef þetta er hugsun verksins er hún áleitin. En hvort sem þetta er nákvæmlega
pointið með bókinni eða ekki þá er hún hugsanahvetjandi verk, innlegg í að
endurnýja innihaldsrýrt raunsæi íslenskra bókmennta með heimspekilegri
nálgun. Það er tímabært viðfangsefni að endurnýja íslenskt raunsæi með heim-